Lífið gengur sinn vanagang hjá nemanum (mér) í London. Ég vakna á morgnana, bursta tennurnar og geri mig til fyrir daginn. Vanalega tek ég strætó í skólann, og þá þarf ég að leggja af stað 40 mínútum áður en tíminn byrjar vegna óáreiðanleika strætó. Stundum tekur 20 mín að komast á áfangastað en stundum meira en 40 mín. Ég og Arna erum vanalega samferða í skólann. Ef við erum komnar tímanlega á campus þá kaupum við okkur alltaf kaffi á skólakaffihúsinu, the Garrick. Cappuccino to take away með glotti frá uppáhalds-Garrick-manninum mínum. Hann er lágvaxinn, axlabreiður, með rosalega loðna framhandleggi. Ef að maðurinn með fyndnu hökuna (annar Garrick maður) er að vinna þá fær Arna alltaf hjarta-munstur í froðuna en ekki ég, og það er alltaf jafn svekkjandi!
Skóladeginum er varið í að mæta í fyrirlestra, hitta fólk, drekka kaffi með fólki, redda hlutum og læra. Hlutfall hvers activity er mismunandi dag frá degi. Stundum fær kaffidrykkjan heldur mikið vægi.
Strætóarnir eru alltaf fullir þegar maður er á heimleið milli 4 og 7 á daginn. Það er ágætt að skemmta sér við að lesa the London Paper eða Lite yfir öxlina á öðrum farþega. Reyndar er það miklu skemmtilegra heldur en að fá sér eintak af öðru hvoru blaðinu því þau eru bæði rusl. Ef maður er heppinn þá er ekki of mikil umferð og ekkert vesen á farþegum við Elephant og maður þarf ekki að hanga of lengi í strætó. Því miður er líklegt að annað hvort eða bæði tefji heimferð á hverjum degi. Ég hlakka til að losna við helv**** hóstann sem ég er búin að vera með í tvær vikur, þá get ég farið að labba oftar í og úr skólanum. Ég er búin að hósta svo kröftuglega að í verstu köstunum að æli ég upp lifur og lungum (eins gott að ég hef tvö eintök af báðu).
Hér eru tvær myndir sem eru teknar úr strætó að fara yfir Waterloo brúna (á leiðinni í skólann, þ.e. í norður). Mér finnst ennþá jafn gaman að fara yfir brúna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli