sunnudagur, janúar 13, 2008

Nýr dagur, ný önn, nýtt kaffi í nýja lífinu

Vorönnin byrjaði á mánudaginn fyrir viku. Mér líst bara ágætlega á þetta. Fleiri námskeið byrja samt í næstu viku þ.a. þá kemur skipulagið betur í ljós. Námskeiða-skipulagið í LSE er óþolandi flókið, meira að segja fyrir mig. Ég ætla að reyna að útskýra það örlítið:

Til að útskrifast með MSc í operational research þá verð ég að klára 4 einingar (units). Þar af er ein eining meistaraverkefni sem ég vinn í sumar. Af þeim þremur sem eru eftir tek ég 1,5 einingar af skyldunámskeiðum og 1,5 einingar af valnámskeiðum. Flest námskeiðin sem boðið er upp á eru hálf eining, ég er ekki í neinu heillrar einingar námskeiði. Fyrsta skyldunámskeiðið er Undirstöðuaðferðir OR, það er hálf eining, helmingur af því er kenndur á haustönn og helmingur á vorönn, síðan er próf í maí. Annað skyldunámskeiðið er Kjarnahugtök í OR, það er hálf eining en því er skipt í tvo hluta þ.e. tvær hálfar hálfar einingar. Meiri hlutinn af kennslunni fór fram á haustönn en á vorönn þarf að skila verkefnum úr báðum helmingum og taka þátt í kappræðum úr efni annars helmings, þ.e. aðalvinnan er eftir. Þriðja skyldunámskeiðið er hálf eining og skiptist í tvo hluta: Línuleg forritun og Hermun. Það námskeið var kennt á haustönn en lokaverkefnum á að skila í vor. Ég tók eitt valnámskeið í haust, Háalvarleg (advanced) ákvarðanafræði sem var hálf eining. Sem þýðir að ég tek tvö hálfrar einingar valnámskeið í vor, ég er ekki alveg búin að velja þau ennþá.

Í hnotskurn:

Í haust tók ég semsagt hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta*, eitt hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta og eitt hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.

Í vor tek ég hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta* og tvö hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.

Ruglandi?

Fyrir þá sem vilja glöggva sig nánar á skipulaginu bendi ég á heimasíðu deildarinnar. Nánar tiltekið hér.

UPPFÆRT 15/1:
*Helmingurinn af hálfrar einingar námskeiðinu sem skiptist í tvo hluta og dreifist yfir tvær annir er metinn í tveimur hlutum, þ.e. ég skila verkefni úr tveimur aðal viðfangsefnum þess hluta. Þessar upplýsingar fékk ég í tíma í gær.

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

"hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta,"

það er alveg greinilegt að maður þarf að kunna að reikna (tugabrot?) til að vera í þessu námi... þó ekki sé nema út af einingareikningi.

Þura sagði...

Ja thad er rett, ad kunna tugabrot er ein af forkrofunum fyrir ad komast inn i programmid

;)