Sumarið 2001 kom ég í fyrsta sinn til London. Við Svanhvít fórum tvær saman, átján ára flissandi menntaskólastelpur. Við gistum á hosteli í Holland Park. Við vorum með langan lista af atriðum sem okkur langaði að gera; skoða Big Ben, labba yfir Abbey Road, fara í London eye og fleira. Þegar við komum út bættist við fullt á listann hjá okkur... eða hjá mér. Eins og taka mynd af Svanhvíti hjá breskum póstkassa, láta Svanhvíti vera Hvar er Valli í tröppunum við St. Pauls dómkirkjuna. Svanhvít fékk að heyra ófáar fyrirskipanir eins og „Svanhvít farðu og stattu við hliðiná stelpunni í skrýtna bolnum ég ætla að taka mynd....! Drífa sig !!!” Enn í dag hatar Svanhvít mig fyrir fyrirskipanirnar og notar hvert tækifæri til að hefna sín á mér, sjá t.d. þessa mynd (tekin 2007) af mér týndri á tröppum St. Pauls. Eitt af því sem við gerðum í London í ágúst 2001 til að þóknast minni sérvisku var að fara í spes ferð á uppáhalds underground stöðina mína, Elephant & castle. Ég vissi ekkert um þessa stöð áður en við fórum þangað og átti ekkert erindi þangað en mér fannst nafnið svo flott að stöðin varð fljótlega mín uppáhalds eftir að ég byrjaði að stúdera tube kortið.
Ég man eftir því að daginn sem við fórum á Fíl og kastala var sólskin og fínt veður. Ég tók mynd af mynd af bleikum fíl dansandi við kastala og fannst voða gaman. Við gerðumst svo frægar að fara upp úr tubinu og út. Það var þá sem skýjaborgin hrundi, þetta var bara eitthvað venjulegt hverfi með venjulegum húsum og götum. Ég veit ekki við hverju ég hafði búist, lúðrasveit með fíl að sveifla priki í fararbroddi? Við skoðuðum notaðar bækur í sjúskaðri búð í undergroundinu áður en við tókum lestina til baka á „alvöru stað”.
Ekki grunaði mig þá að sex árum og tveimur skólum seinna ég ætti eftir að taka strætó framhjá Elephant & castle á hverjum degi.
*Pjúk*
Afsakið meðan ég gubba yfir sjálfa mig út af væmni.
Excuse me while I kiss the sky
miðvikudagur, janúar 30, 2008
þriðjudagur, janúar 22, 2008
fimmtudagur, janúar 17, 2008
Er þér sama? (Do you mind?)
Er þér sama?
Já.
Do you mind?
Yes... I mean no... I mean what ever means that I don't mind !!!
Já.
Do you mind?
Yes... I mean no... I mean what ever means that I don't mind !!!
sunnudagur, janúar 13, 2008
Nýr dagur, ný önn, nýtt kaffi í nýja lífinu
Vorönnin byrjaði á mánudaginn fyrir viku. Mér líst bara ágætlega á þetta. Fleiri námskeið byrja samt í næstu viku þ.a. þá kemur skipulagið betur í ljós. Námskeiða-skipulagið í LSE er óþolandi flókið, meira að segja fyrir mig. Ég ætla að reyna að útskýra það örlítið:
Til að útskrifast með MSc í operational research þá verð ég að klára 4 einingar (units). Þar af er ein eining meistaraverkefni sem ég vinn í sumar. Af þeim þremur sem eru eftir tek ég 1,5 einingar af skyldunámskeiðum og 1,5 einingar af valnámskeiðum. Flest námskeiðin sem boðið er upp á eru hálf eining, ég er ekki í neinu heillrar einingar námskeiði. Fyrsta skyldunámskeiðið er Undirstöðuaðferðir OR, það er hálf eining, helmingur af því er kenndur á haustönn og helmingur á vorönn, síðan er próf í maí. Annað skyldunámskeiðið er Kjarnahugtök í OR, það er hálf eining en því er skipt í tvo hluta þ.e. tvær hálfar hálfar einingar. Meiri hlutinn af kennslunni fór fram á haustönn en á vorönn þarf að skila verkefnum úr báðum helmingum og taka þátt í kappræðum úr efni annars helmings, þ.e. aðalvinnan er eftir. Þriðja skyldunámskeiðið er hálf eining og skiptist í tvo hluta: Línuleg forritun og Hermun. Það námskeið var kennt á haustönn en lokaverkefnum á að skila í vor. Ég tók eitt valnámskeið í haust, Háalvarleg (advanced) ákvarðanafræði sem var hálf eining. Sem þýðir að ég tek tvö hálfrar einingar valnámskeið í vor, ég er ekki alveg búin að velja þau ennþá.
Í hnotskurn:
Í haust tók ég semsagt hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta*, eitt hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta og eitt hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.
Í vor tek ég hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta* og tvö hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.
Ruglandi?
Fyrir þá sem vilja glöggva sig nánar á skipulaginu bendi ég á heimasíðu deildarinnar. Nánar tiltekið hér.
UPPFÆRT 15/1:
*Helmingurinn af hálfrar einingar námskeiðinu sem skiptist í tvo hluta og dreifist yfir tvær annir er metinn í tveimur hlutum, þ.e. ég skila verkefni úr tveimur aðal viðfangsefnum þess hluta. Þessar upplýsingar fékk ég í tíma í gær.
Til að útskrifast með MSc í operational research þá verð ég að klára 4 einingar (units). Þar af er ein eining meistaraverkefni sem ég vinn í sumar. Af þeim þremur sem eru eftir tek ég 1,5 einingar af skyldunámskeiðum og 1,5 einingar af valnámskeiðum. Flest námskeiðin sem boðið er upp á eru hálf eining, ég er ekki í neinu heillrar einingar námskeiði. Fyrsta skyldunámskeiðið er Undirstöðuaðferðir OR, það er hálf eining, helmingur af því er kenndur á haustönn og helmingur á vorönn, síðan er próf í maí. Annað skyldunámskeiðið er Kjarnahugtök í OR, það er hálf eining en því er skipt í tvo hluta þ.e. tvær hálfar hálfar einingar. Meiri hlutinn af kennslunni fór fram á haustönn en á vorönn þarf að skila verkefnum úr báðum helmingum og taka þátt í kappræðum úr efni annars helmings, þ.e. aðalvinnan er eftir. Þriðja skyldunámskeiðið er hálf eining og skiptist í tvo hluta: Línuleg forritun og Hermun. Það námskeið var kennt á haustönn en lokaverkefnum á að skila í vor. Ég tók eitt valnámskeið í haust, Háalvarleg (advanced) ákvarðanafræði sem var hálf eining. Sem þýðir að ég tek tvö hálfrar einingar valnámskeið í vor, ég er ekki alveg búin að velja þau ennþá.
Í hnotskurn:
Í haust tók ég semsagt hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta*, eitt hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta og eitt hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.
Í vor tek ég hálft hálfrar einingar námskeið, hálft hálfrar einingar námskeið sem skiptist í tvo hluta* og tvö hálfrar einingar námskeið. Þetta jafngildir 0.25 + 0.25 + 0.5 + 0.5 = 1,5 einingum.
Ruglandi?
Fyrir þá sem vilja glöggva sig nánar á skipulaginu bendi ég á heimasíðu deildarinnar. Nánar tiltekið hér.
UPPFÆRT 15/1:
*Helmingurinn af hálfrar einingar námskeiðinu sem skiptist í tvo hluta og dreifist yfir tvær annir er metinn í tveimur hlutum, þ.e. ég skila verkefni úr tveimur aðal viðfangsefnum þess hluta. Þessar upplýsingar fékk ég í tíma í gær.
sunnudagur, janúar 06, 2008
Tölfræði (nema bara ekki fræði)
Árið 2008 (so far) í tölum:
Bjórar drukknir: 4
Áhugaverðasta máltíð: svart spagettí með olíu og smokkfiski (3/4)
Blogg: 1 (þetta)
Máltíðir eldaðar: 2
Ókláraðar ritgerðir: 1
over and out
Bjórar drukknir: 4
Áhugaverðasta máltíð: svart spagettí með olíu og smokkfiski (3/4)
Blogg: 1 (þetta)
Máltíðir eldaðar: 2
Ókláraðar ritgerðir: 1
over and out
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)