sunnudagur, október 28, 2007

Daniel

Ég fór í tíma á föstudag í skólanum. Fyrirfram hafði okkur verið tilkynnt að annar kennari en sá vanalegi myndi sjá um þennan tíma, og að gestakennarinn héti Daniel Read. Ég var svolítið spennt að mæta í tíma hjá þessum gestakennara. Hvernig getur maður að nafni Daniel Read verið annað en hot, hugsaði ég með mér.

Þegar ég mætti í tímann varð ég fyrir vonbrigðum. Dr Read var ekki hot. Einum degi seinna man ég einu sinni ekki lengur hvernig hann leit út. Hann var bara svona gaur.

Eftir þessa óskhyggju fór ég að pæla í af hverju ég hafði gert ráð fyrir að Daniel Read væri hot. Ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu:

Daniel Cleaver

Ég hafði ruglað Daniel Read saman við Daniel Cleaver.

Daniel Cleaver hvern? Hugh Grant í Bridget Jones auðvitað !*

Tíminn hjá Daniel Read reyndist vera fínn eftir allt saman, nema ég þurfti ekki að nota allt tissjúið sem ég hafði tekið með (til að þurrka slefið).

Á föstudagskvöldið fór ég út að borða á Brick Lane með nokkrum Íslendingum. London’s Brick Lane curry mile. Þar er endalaust af girnilegum, ódýrum, indverskum veitingastöðum, og fyrir utan gaurar að segja manni að velja sinn veitingastað. Við völdum stað, þann eina sem við sáum þar sem var enginn gaur fyrir utan að draga mann inn. Þegar við fórum að panta papadoms í forrétt og drykki var okkur sagt að staðurinn hefði ekki vínveitingaleyfi. En, hér væri miði upp á 10% afslátt í áfengisbúðinni á horninu, sem hét einmitt ‘Off licence’ og við mættum koma með okkar eigið áfengi. Uh ókei.

Maturinn var dásamlegur, og hvítlauks-nanbrauðið var himneskt. Ég er mjög veik fyrir indverskum mat með hvítlauks-nanbrauði og bjór.

*Ég er veik fyrir breska hreimnum, mjög.

þriðjudagur, október 23, 2007

Rule # 1

Hér má sjá allt matarkyns sem ég á, fyrir utan hálf-tóman serjós pakka frammi í eldhúsi:


Ég get fullyrt að regla 1 verður seint brotin. Hver er regla 1 ?

sunnudagur, október 21, 2007

"Hæ"

-Hey how are you
-Good, how are you
-Good

Afhverju ekki bara segja "hæ" ? Ég á dáldið erfitt með að tileinka mér svona.

miðvikudagur, október 17, 2007

Þruman

Það barst til mín bréf í gær, stílað á

Thundur Helgadottir

Ég hef ákveðið með örlitlum breytingum að taka upp þetta nýja nafn.

Núna er ég:

Thunder

þriðjudagur, október 09, 2007

London boys

Strákar, með breskan hreim. Aumingja þeir þegar einhver íslensk stelpa spyr heimskulegra spurninga bara til að fá þá til að tala meira og meira með fallega hreimnum sínum. Og situr svo bara dáleidd og hlustar (og slefar).

Ha hver ég ? Neeeeeei.

Ég talaði samt ekki við þessa sem voru á Soho torginu á góðum degi:

sunnudagur, október 07, 2007

Skóli

Á föstudaginn fór ég á kynningu hjá deildinni minni í skólanum. Þrjár klukkustundir af konsentreruðum upplýsingum um ALLT. Margir kennaranna komu og kynntu námskeiðin sem þeir eru að kenna til að auðvelda okkur valið. Eða "auðvelda" kannski.

Líka búin að drekka bjór og labba um. Eða labba bjór og drekka um?
Verðir við Downingstræti, voða gaman hjá þeim:

Big Ben, og ljósastaur með öryggismyndavél held ég:

fimmtudagur, október 04, 2007

Já London

Á mánudaginn fyrir einni og hálfri viku flutti ég til London til að fara í meistaranám í OR í LSE. Ég bý á stúdentagarði með um það bil 400 öðrum LSE stúdentum sem flestir eru í framhaldsnámi, en nokkrir eru í grunnnámi.
Síðustu dagar hafa farið í að læra á London, skoða skólann, finna góðar búðir (hef ekki keypt mér eina einustu flík ennþá ótrúlegt en satt), kynnast fólki og fleira.
Svanhvít kom í heimsókn um helgina sem var mjög skemmtilegt. Við fórum t.d. á Camden markaðinn (og ég var greinilega hissa, sjá mynd):

Hittum líka Lundúnarbúana Matthildi og Hring:

Við sáum líka bleikt ljón (mynd: Svanhvít):
Þannig að það er búið að vera nóg að gera. Svo byrjar skólinn á mánudaginn...

miðvikudagur, október 03, 2007

London !

Komin til London, mikið að gera, mynd tekin af tröppum Sankti Páls kirkjunnar.
Yfir og út