Við lögðum af stað seinnipart föstudags. Um 30 manns á 9 jeppum. Ókum sem leið lá á Hvolsvöll. Þaðan að Emstrum og yfir Mælifellssand að Strúti,skála ferðafélagsins norðan Mælifells. Á leiðinni var slydda eins og vera ber í slyddujeppaferð og skyggni lítið sem ekkert.
Á leiðinni sáum við gegnum hríðina senda fyrir fasaviksgervitungl, þeir voru þríhyrningslaga.
Á laugardagsmorgun var fólk vaknað heldur snemma fyrir minn þunna smekk og við vorum lögð af stað á rúntinn hálf 11. Það var hvasst og snjóaði og skyggni var lítið.
Mér leist ekkert svakalega vel á að fara yfir Kaldaklofskvísl:
Við vorum um klukkutíma á leiðinni að Hvanngili. Veðrið var svo slæmt að þar var ákveðið að snúa við og keyra til baka í skálann og reyna að festa sig á leiðinni eins og Hemmi orðaði það. Einn bíll festist í/við Brennivínskvísl. Strákunum fannst greinilega mjög gaman að draga hann upp:

Á sunnudagsmorguninn var glampandi sól og enginn vindur. Þá sá ég loksins hvernig var umhorfs í kringum skálann. Hér er fjallið Strútur og kamarinn (hafði þó fundið kamarinn strax á föstudeginum, hjúkk).


Engin ummæli:
Skrifa ummæli