Beint framhald síðustu færslu.
Eftir að búið var að kippa í númer 1 var keyrt suður fyrir Mælifell:

Danski herinn (eða a.m.k. einhver her) var líka á ferð og fór frammúr okkur á blússandi ferð:

Á leiðinni til byggða skiptust bílarnir á því að festa sig og draga hvern annan upp og útsýnið var mjög fallegt. Kristinn Jósep (t.h.) var duglegur að ýta.
Mér leist ekkert á uppleiðina úr Bláfjallakvísl:

Svo fóru allir hinir yfir:

Það var enginn maður með mönnum nema vera í svartri flíspeysu og með sólgleraugu. Ákvarðanatakan var einhvernvegin þannig að miðsonur Einars sagði mér sem sagði Snorra sem sagði Hemma að við skyldum fara að leggja af stað.

Leiðin heim gekk samt ágætlega.
Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi og fín svona rétt fyrir brottför til UK.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli