Ég var að spá, James Bond er njósnari hennar hátignar númer 007 og hann eyðileggur áætlanir hryðjuverkamanna, alþjóðlegra glæpahringa og annarra stórtækra vondra kalla. Ef það er til njósnari 124, hvað gerir hann?
Ætli njósnari 124 komi upp um skipulagða stöðumæla-svindl-starfsemi? Eða kýlir hann kannski náunga sem stela Stöð 2 og Sýn?
Hvert skildi njósnaranafn 124 vera? 007 er James Bond, og ég ímynda mér að svölu nöfnin séu öll notuð af mikilvægari njósnurum. Kannski er njósnaranafn 124 Kalvin Ustenits. Og þegar Kalvin Ustenits er að fá upplýsingar um nýtt verkefni hjá yfirmanni sínum "Y" þá er það svipað og þegar Bond talar við "M". "Y" gæti til dæmis sagt "Well, Mr. Ustenits, good luck with those tele-marketing-scams!" og þá gæti 124 svarað "why certanly "Y""
124 fengi líklega ekki eins flott dót og 007, kannski gamla Hondu.
Hvernig liti njósnari 124 út? Er hann hokinn, sköllóttur maður sem vantar eina framtönn? Eða er hann hún? Svo margir möguleikar.
... þetta er ekki alveg nógu öflug pæling, verð greinilega að endurhugsa njósnara 124 alveg upp á nýtt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Njósnari 159 hér. Þú mátt kalla mig King... BB King. Ég ek um á sérútbúnum Daihatsu sem ég keypti sjálfur. Ég er með ónýtt hné og mín helstu verkefni eru að sjá til þess með öllum tiltækum ráðum að skólp komist greiðlega og hreinsað til sjávar.
Skrifa ummæli