Ég settist niður um daginn með blað og penna við hönd. Ég ætlaði að punkta niður nokkur orð til að nota í smá texta um árið 2006. Eftir smá umhugsun var ég komin með hugmynd um hvernig best væri að tækla verkið. Ég skipti blaðinu í tvo dálka og skrifaði í vinstri dálkinn mánuðina
janúar
febrúar
mars
o.s.frv.
Síðan byrjaði ég að skrifa í hægri dálkinn eitt orð sem lýsti hverjum mánuði ársins 2006 í mínu lífi best. Þegar ég var komin að apríl áttaði ég mig á því að ég var í þann mund að skrifa sama orðið í fjórða sinn. Fjögurra stafa orð sem heyrist ósjaldan í sömu setningu og nafnið mitt:
BJÓR
þ.a. listinn var orðinn einhvernvegin svona
janúar - bjór
ferbrúar - bjór
mars - bjór
apríl - bj....
Ég hætti snarlega við að gera annál um árið 2006 og ákvað í staðin að muldra bara eitthvað óskiljanlegt um að árið 2006 hafi verið gott. Spurning um að 124 hugsi sinn gang (?)
Bless og takk fyrir allan fiskinn... meina dvd-éð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli