sunnudagur, mars 12, 2006

[Fullyrðing]
Ég stend í skugganum af sjálfri mér.

Er hægt að standa í skugganum af sjálfum sér? Maður framkallar sjálfur sinn eiginn skugga með því að standa í birtu. Eina manneskjan sem ekki getur staðið í skugganum af sjálfum manni er maður sjálfur. Auðvitað getur maður fært hendina þannig að hluti af manni skyggi á hana, en er það það sama og að vera í skugganum? En það er alltaf þannig, það er sjaldnast allur líkaminn sem er í birtunni í einu, þá er maður alltaf í skugganum af sjálfum sér. Hvort virkar? Að maður geti ekki staðið í skugganum af sjálfum sér, eða að maður standi alltaf í skugganum af sjálfum sér? Eða kannski bæði.

Þessa pælingu má yfirfæra á marga nærtækari hluti. Eða hvað? Hvað er nær manni sjálfum heldur en skugginn manns? Hann er alltaf alveg upp við mann. Nú nema þegar maður stendur í myrkri. Þegar maður stendur í myrkri, er maður þá einn?

Hvert fór rökhugsunin sem ég hélt ég byggi yfir? Kannski skugginn minn sé að nota hana. Verði honum að góðu.

Engin ummæli: