fimmtudagur, mars 30, 2006

Númer 1 ? Ég?

laugardagur, mars 25, 2006

Ég fór í vísindaferð í gær, þetta var næst síðasta vísindaferðin í... tja óráðinn tíma. Núna kominn tregablandinn fílingur í útskriftarliðið, 3 ára vísindaferðatímabil að líða undir lok. Svo er líka kominn opinber listi yfir topp vísindamenn, þ.a. það er keppni. Í gær var ferðinni heitið í Straum Burðarás fjárfestingabanka, góð ferð.

Verð að segja að það er ekki oft sem ég er búin að taka 4 skot af ópal fyrir klukkan 7 um kvöld.

Eftir vísindaferðina var 3. árs partý hjá Jóhönnu, alveg eðal kvöld. Svona á þetta að vera.

mánudagur, mars 20, 2006

Ég er búin að finna mér mastersverkefni:

Búa til tíma.

Mig langar virkilega að gera þetta verkefni. Hvaða prófessor ætli vilji leiðbeina mér.

miðvikudagur, mars 15, 2006

[Tími til kominn]
Er fimmtudagur í dag? En það var fimmtudagur seinast fyrir svona tveimur dögum. Tíminn bókstaflega flýgur áfram.

Er óhugnanlega stutt í próf? En önnin var bara að byrja. Tíminn bara æðir áfram.

Klára ég í vor B.S. gráðu verkfræði? En ég er bara nýbyrjuð í háskóla. Tíminnn þýtur áfram.

Er ég orðin fullorðin? Nei, það er ég ekki. Þessari spurningu svara ég með skýru óhikandi nei-i. Ég bara veit það, ég finn það. Dag hvern finnst mér ég vera fullorðnari heldur en daginn áður. Þegar ég lít viku eða mánuð aftur í tímann er ég aldrei lengi að rifja upp atvik eða ákvörðun og hugsa hvað ég hafi verið barnaleg og óþroskuð í því tilviki. Þegar ég rifja upp ársgamla atburði þá hreinlega hneykslast ég stundum á sjálfri mér fyrir að hafa verið barnaleg. Fjandinn hafi það, núna lít ég á fyrri hluta þessarar færslu sem skrif óharðnaðrar manneskju.
Já tíminn líður hratt.

Fólk í kringum mig er að skrá sig í mastersnám hægri vinstri og ég hefði getað verið að gera það sama ef ég hefði viljað. Ég! Ég sem hélt að mastersnám væri fyrir fullorðið fólk, ekki krakkavitleysing eins og mig. (N.B. Ég er ekki að gera lítið úr þroska þeirra sem eru á leið í mastersnám, heldur er ég hissa á eigin aldri / stöðu / þroska).

Núna er ég bara búin að minnast á mögulega námsmöguleika, fólk í kringum mig er líka á fullu að trúlofa sig, kaupa íbúðir, eignast börn. Komast í pakkann eins og manni finnst gaman að segja. Ætli öll aldursskeið séu svona krefjandi? Maður spyr sig.

Ég er á þeirri skoðun að það sé tími og staður fyrir allt. Hver minn staður er og hvaða tími er núna hef ég hins vegar ekki hugmynd um en allt í lagi.

sunnudagur, mars 12, 2006

[Fullyrðing]
Ég stend í skugganum af sjálfri mér.

Er hægt að standa í skugganum af sjálfum sér? Maður framkallar sjálfur sinn eiginn skugga með því að standa í birtu. Eina manneskjan sem ekki getur staðið í skugganum af sjálfum manni er maður sjálfur. Auðvitað getur maður fært hendina þannig að hluti af manni skyggi á hana, en er það það sama og að vera í skugganum? En það er alltaf þannig, það er sjaldnast allur líkaminn sem er í birtunni í einu, þá er maður alltaf í skugganum af sjálfum sér. Hvort virkar? Að maður geti ekki staðið í skugganum af sjálfum sér, eða að maður standi alltaf í skugganum af sjálfum sér? Eða kannski bæði.

Þessa pælingu má yfirfæra á marga nærtækari hluti. Eða hvað? Hvað er nær manni sjálfum heldur en skugginn manns? Hann er alltaf alveg upp við mann. Nú nema þegar maður stendur í myrkri. Þegar maður stendur í myrkri, er maður þá einn?

Hvert fór rökhugsunin sem ég hélt ég byggi yfir? Kannski skugginn minn sé að nota hana. Verði honum að góðu.

föstudagur, mars 10, 2006

[saga]
Inni í þriðja árs stofunni í skólanum eru uppi á einum skápnum bunki af alls konar litum blöðum. Um daginn ætlaði ég að nota lituð blöð og bað Hlyn sem stóð nálægt að rétta mér eitt ljós blátt blað. Það gerði ég með setningunni:

Hlynur, ertu til í að rétta mér ljósblátt blað?

Hann sagði já, en í staðinn fyrir að rétta mér það sem ég bað um rétti hann mér öðruvísi blað sem sama orð er notað um.

Kannski komst fyndnin ekki til skila... en þetta var fyndið.

mánudagur, mars 06, 2006

Árshátíð verkfræðinnar var haldin á Hótel Örk síðasta föstudagskvöld, vúí gaman. Engir skandalar, meira að segja ég hagaði mér vel.