Vika 2, menningaratburður:
Á mánudagskvöldið mætti ég í bókaklúbb. Þar voru saman komnar nokkrar eðal meyjar. Við ræddum bókina 11 mínútur eftir Paulo Coelho. Hún hefst á orðunum Einu sinni var vændiskona sem hét María. Það segir dáldið mikið um bókina, falleg en jafnframt klúr.
[daglegt líf]
Ég er búin að upplifa mikinn skólaleiða það sem af er af þessari önn. Fresta því að læra þetta og hitt, vera alltof þreytt, meika ekki að opna skólabækurnar. Í dag kom skuldadagur, 20% próf, 10% kynning og töfludæmi. Þegar ég eyddi stórum hluta gærkvöldsins í að googla Brad Pitt, geek og fleira skemmtilegt leið mér ekki eins og ég væri að besta tímann minn... en ég var að því! (Til upprifjunar þá er ég ennþá í verkfræði.)
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vændiskonur! Fuss og svei!
Skrifa ummæli