Skandall!
Í gær var sameiginleg vísindaferð véla- og iðnaðarverkfræðinema og hagfræðinema í Íslandsbanka. Voða gaman. Maðurinn sjálfur Bjarni Ármannsson talaði og síðan hagfræðingur sem dissaði verkfræðinga og loks verkfræðingur sem dissaði hagfræðinema. Jakkalakkar, áfengi, gefins usb-lyklar og fleira skemmtilegt.
Þegar komið var á Pravda til að drekka ókeypis bjórinn var drykkjukeppni milli verkfræði- og hagfræðinema... og að sjálfsögðu tók ég þátt fyrir hönd Vélarinnar. Það voru ég, Fjalarr og tveir fyrsta árs nemar á móti fjórum hávöxnum hagfræðinemum með breiðar axlir. Til að gera stutta sögu enn styttri þá ætla ég bara að segja að allir strákarnir gátu stútað sínum bjór í einum sopa án þess að kyngja... ég drakk minn (og þurfti að kyngja honum) þannig að hagfræðinemar unnu og mannorð mitt fór í vaskinn. Veit ekki hvort ég þori að láta sjá mig uppi í skóla framar :/
laugardagur, febrúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Áfengi, og mikið af því!
Skál fyrir Þuru :)
Skrifa ummæli