þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Öl var það heillin,

ókei, veit ég á ekki að vera að blogga þegar ég er uppi í skóla að gera tölvuvædda hönnun, það er klárlega ekki bestun á mínum tíma. Ef ég er að blogga hérna núna gæti ég alveg eins verið heima hjá mér að blogga þar. En ef ég væri heima hjá mér að blogga, þá gæti ég alveg eins sleppt því að blogga og horft á sjónvarpið fyrst ég er ekki að læra neitt hvort sem er (ef það kallast læra að horfa á tvo ventla færast fram og til baka aftur og aftur). Ef ég væri heima að horfa á sjónvarpið gæti ég alveg eins verið að gera eitthvað skemmtilegt, eins og fara í bíó eða kaffihús eða pool eða það sem mikilvægast er drukkið bjór. Semsagt, hver sekúnda sem ég eyði í að skrifa þetta blogg er sekúndu eytt af bjórdrykkjutíma lífs míns....

3 ummæli:

Hákon sagði...

Jei
aftur hægt að kommenta

Steini sagði...

Gott að vita að þér þykir nógu vænt um okkur til zð færa þessa miklu fórn.

Þura sagði...

:)