Ég var að læra á miðvikudagskvöldið, ég lærði og lærði og lærði. Ég sat í tölvuverinu í VR-II og skrifaði skýrslu. Þegar ég var að lesa yfir tók ég eftir því að ég hafði skrifað sömu setninguna aftur og aftur á víð og dreif um skýrluna, ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY. Mér varð bylt við. Um leið uppgvötaði ég að klukkan var þrjú um nótt og ég var ein eftir í byggingunni. Ég ákvað að drífa mig heim, fara að sofa, gleyma þessu. Öryggisvörðurinn hafði slökkt ljósið á ganginum, mér var ekki sama. Ég loggaði mig út úr tölvunni, fór út úr tölvustofunni, slökkti og lokaði á eftir mér. Þar sem ég stóð ein á dimmum ganginum fór um mig kaldur hrollur, ég þurfti að labba framhjá stofu 257. Ég gekk af stað þungum ákveðnum skrefum, ég mátti ekki láta óttann ná tökum á mér. Ég gekk framhjá fjölda dyra, taugarnar þandar, það eina sem ég heyrði var mitt eigið fótatak. Þegar ég nálgaðist stofu 257 sá ég daufa ljósrönd við þröskuldinn á þeirri stofu. Ég jók ósjálfrátt hraðann, ég vildi ekki vita hvað ég var hrædd við. Þegar ég var komin framhjá leit ég ekki við. Ég hraðaði mér inni í mína stofu greip bíllyklana og flýtti mér út. Þegar ég opnaði útihurðina blasti ekki við mér sú gangstétt sem ég bjóst við, heldur þéttvaxið limgerði. Í fjarska geltu hundar reiðilega, ég vissi að þetta voru endalokin.*
*Byggt á sönnum atburðum.
föstudagur, nóvember 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hvað ertu búin að drekka marga bjóra?
Ekki einn einasta, alveg í marga klukkutíma áður en ég skrifaði!
ok, ég trúi því, dastu í runnanum?
kannski endaði sagan þannig
Skrifa ummæli