Síðustu vikur hef ég soldið verið í fíling að krúsa á flottasta bílnum í bænum. Með rúðuna skrúfaða alveg niður og handlegginn út, looking cool... ef einhver skilur það orðalag.
Ég fer yfir á gulu ljósi, eins og hver annar, nema bara eftir því sem looking cool stuðullinn hækkar þá verður gula ljósið sem ég fer yfir á sífellt rauðleitara. Undanfarið hefur gula ljósið stundum bara verið alveg rautt, já það er erfitt að vera svona looking cool alltaf.
Ennþá er ég ekki búin að lenda á bláu ljósi eða verra, en skal hér með taka mig á og keyra eins og maður.
(ps allir sem fá Sellu til að segja looking cool um helgina fá hundraðkall)
mánudagur, júlí 25, 2005
Ég gæti bloggað á hverjum degi um heimskulegar fréttir. Í dag er það fréttin um nýja leiðakerfi Strætó bs. Fréttamaðurinn sagði um farþega strætó:
"Fólk veit ekki hvaða strætó það á að taka eða hvert það er að fara."
Er fólk að kenna Strætó um að það viti ekki hvert það er að fara! Halló!
Ég og faðir minn vorum allavega sammála um að það væri ekki hægt að skilja þessa setningu neitt öðruvísi.
"Fólk veit ekki hvaða strætó það á að taka eða hvert það er að fara."
Er fólk að kenna Strætó um að það viti ekki hvert það er að fara! Halló!
Ég og faðir minn vorum allavega sammála um að það væri ekki hægt að skilja þessa setningu neitt öðruvísi.
sunnudagur, júlí 24, 2005
Ef ég ýki stórlega þá get ég sagt að ég hafi sofið fleiri nætur í tjaldi í sumar heldur en í rúmi. Þá er ég að reyna að leggja áherslu á þann fjölda útilega sem ég hef farið í í sumar (N.B. að drepast í skurði í Reykjavík telst ekki sem útilega).
Um helgina var stuðið á Grundó, þar var djammað í 14 - 22 klukkutíma samfleytt (fer eftir hvern maður spyr). Það er sérstaklega skemmtilegt að mæta á svona hátíð í litlum bæ, hvert hverfi á sinn lit og allir skreyta húsin sín, bílana sína, börnin sín, rúllubaggana sína og sjálfa sig í sínum lit (við vorum í bláa hverfinu) og í gærkvöldi komu allir litirnir saman og hvert lita-hverfi var með skemmtiatriði. Síðan var drukkið geðveikt mikið og partý út um allt. Auðvitað var rosalegur rígur milli litanna, gulir voru alveg "Hei grænir kunniði ekki að dansa!" (skemmtiatriði gulra var fjölda-dans), síðan voru rauðir eitthvað lengi á leiðinni og einhver sagði "Venjulega keyra rauðir þessa vegalengd ha haha". Mesti rígurinn var þó á milli bæja, línan "Eruðið frá Ólafsvík!" var alveg mesta dissið.
Um helgina var stuðið á Grundó, þar var djammað í 14 - 22 klukkutíma samfleytt (fer eftir hvern maður spyr). Það er sérstaklega skemmtilegt að mæta á svona hátíð í litlum bæ, hvert hverfi á sinn lit og allir skreyta húsin sín, bílana sína, börnin sín, rúllubaggana sína og sjálfa sig í sínum lit (við vorum í bláa hverfinu) og í gærkvöldi komu allir litirnir saman og hvert lita-hverfi var með skemmtiatriði. Síðan var drukkið geðveikt mikið og partý út um allt. Auðvitað var rosalegur rígur milli litanna, gulir voru alveg "Hei grænir kunniði ekki að dansa!" (skemmtiatriði gulra var fjölda-dans), síðan voru rauðir eitthvað lengi á leiðinni og einhver sagði "Venjulega keyra rauðir þessa vegalengd ha haha". Mesti rígurinn var þó á milli bæja, línan "Eruðið frá Ólafsvík!" var alveg mesta dissið.
föstudagur, júlí 22, 2005
Sumar og sól og vatn
Fúff, lenti næstum í vatnsslag í vinnunni í dag (já ég er í vinnu). Við vorum í fótbolta á fótboltavelli í hverfinu þegar næstum allir bæjarbílarnir komu. Þegar þau sáu að við vorum í fótbolta fóru þau í vatnsstríð í staðin (og það rifjaðist upp fyrir mér hve ljúft það er að vera í bæjarvinnunni). Skyndilega stóðu í kringum mig fullt af 18-19 ára strákum með flöskur og föt full af vatni, ég var aldeilis ekki á því að blotna fyrir framan "mín börn" og í hvítum bol í þokkabót. Sem betur fer kannaðist ég við einn flokkstjórann og hann bjargaði mér.
Þori eiginlega ekki að segja fleiri dásemdar sögur úr vinnunni.
Hasta la vista beibí!
Fúff, lenti næstum í vatnsslag í vinnunni í dag (já ég er í vinnu). Við vorum í fótbolta á fótboltavelli í hverfinu þegar næstum allir bæjarbílarnir komu. Þegar þau sáu að við vorum í fótbolta fóru þau í vatnsstríð í staðin (og það rifjaðist upp fyrir mér hve ljúft það er að vera í bæjarvinnunni). Skyndilega stóðu í kringum mig fullt af 18-19 ára strákum með flöskur og föt full af vatni, ég var aldeilis ekki á því að blotna fyrir framan "mín börn" og í hvítum bol í þokkabót. Sem betur fer kannaðist ég við einn flokkstjórann og hann bjargaði mér.
Þori eiginlega ekki að segja fleiri dásemdar sögur úr vinnunni.
Hasta la vista beibí!
mánudagur, júlí 18, 2005
Laukar, bragðarefur, grillaðar pUlsur með hvítlaukssósu og sinnepi, lúxussamlokur, klikkaðir hamborgarar, bugles, snakk í eftirrétt, gæða-gin, steinar, Gunnars kleinuhringir (don't leave home without), kreizí grillaðir bananar með frjálsri aðferð, grillaðar samlokur, hrúgur af nammi, haugar af nammi, Bjarni Ólafs, skyr punktur is, flatkökur með hangiáleggi, svali, kókómjólk, Þorgeir... nei Þorkell, bjór.
þriðjudagur, júlí 12, 2005
mánudagur, júlí 11, 2005
[um ekkert]
Mér finnst ég vera endalaust hugmyndalaus þessa dagana, ég veit ekkert hvað ég á að blogga um. Hugmyndir væru vel þegnar/þeignar/þiggnar. Ég kann ekki að skrifa lengur, kann ekki að skrifa þiggja/þyggja í einhverri tíð/falli, veit einu sinni ekki hvort það er upsilon í því eða ekki, veit allavega að það er ekki upsilon í því.
Hvað varð um allar þúsundmilljón blogghugmyndirnar, voru þær allar í heilasellunum sem drápust í of mikilli drykkju? Finnst það líklegt.
[meira ekkert]
Til að hafa eitthvað meira, þá verður að hafa eitthvað í byrjun þannig að meira ekkert er ekki möguleiki.
P.s. Núna þori ég eiginlega ekki að blogga um bjór, vegna mikils disss á bjórbloggin.
Mér finnst ég vera endalaust hugmyndalaus þessa dagana, ég veit ekkert hvað ég á að blogga um. Hugmyndir væru vel þegnar/þeignar/þiggnar. Ég kann ekki að skrifa lengur, kann ekki að skrifa þiggja/þyggja í einhverri tíð/falli, veit einu sinni ekki hvort það er upsilon í því eða ekki, veit allavega að það er ekki upsilon í því.
Hvað varð um allar þúsundmilljón blogghugmyndirnar, voru þær allar í heilasellunum sem drápust í of mikilli drykkju? Finnst það líklegt.
[meira ekkert]
Til að hafa eitthvað meira, þá verður að hafa eitthvað í byrjun þannig að meira ekkert er ekki möguleiki.
P.s. Núna þori ég eiginlega ekki að blogga um bjór, vegna mikils disss á bjórbloggin.
föstudagur, júlí 08, 2005
Cause I´m always there, I woun´t let you out of my sight
[Þeir sem hafa ekki séð Svamp Sveinsson og Batman Begins ættu ekki að lesa lengra, en ath fjórði liðurinn fjallar um Strandverði]
Í dag rigndi mikið, ég vinn úti. Saman gerir þetta aðstæður mjög óhagstæðar fyrir mig. Ég vorkenni mér samt ekki neitt, ástæðurnar fyrir því eru þrjár. Ég ræð hvenær kaffitíminn er, ég ræð hve langur kaffitíminn er, ég ræð hversu margir kaffitímar eru teknir. Í dag var það snemma, langur og margir.
Hefur David Hasselhoff náð botninum? Ég fór í bíó í gær á Svamp Sveinsson, veit varla hvað hann heitir á ensku því það var íslenskt tal. Svampur Sveinsson er teiknimynd fyrir börn um svamp sem langar að verða framkvæmdastjóri á skyndibitastað en lendir í því að bjarga heiminum (sínum) með vandræðalega vini sínum Pétri krossfiski. Myndin náði hámarki með ákveðnu atriði sem nú verður lýst. Eftir að Svampur og Pétur eru búnir að ná kórónu konungsins úr Skeljaborg til að bjarga Klemma eiganda skyndibitastaðarins sem áður var minnst á frá dauða þurfa þeir að flýta sér heim. Til allrar óhamingju (og með brandara um vindpoka hehe) sjá þeir fram á að komast ekki nógu fljótt heim. O ó, hvað er nú til ráða? Engar áhyggjur, hver kemur hlaupandi eftir ströndinni í rauðum stuttbuxum tilbúinn að redda málunum annar en David Hasselhoff sjálfur! Síðan koma nokkur atriði þar sem loðinn kálfur Hasselhoffs er notaður sem bakgrunnur. Skyndilega fór myndin frá því að vera bara fín í að vera æði.
Fyrst ég er byrjuð að tala um bíómyndir. Ég átti alltaf eftir að tjá mig um nýju Batman myndina. Til að hafa það örugglega á hreinu þá er enginn Batman nema Michael Keaton og enginn Batman-leikstjóri nema Tim Burton. En, auðvitað varð ég að sjá nýju myndina. Ég var alveg frekar sátt fyrir utan svona hundrað atriði sem fóru virkilega í taugarnar á mér. Aðallega tvö atriði samt: 1. Eins og allir vita þá voru foreldrar Bruce Wayne skotnir til bana í dimmu húsasundi af Jókernum, ekki að einhverjum öðrum gaur sem er síðan drepinn. Þetta fór virkilega í taugarnar á mér. 2. Það var alveg óþarfi að taka það fram að Bruce Wayne væri bara venjulegur maður sem hefði verið þjálfaður til þess að vera geðveikt góður að berjast og útskýra nákvæmlega hvaðan allt kúl Batman-dótið hans kom. Mér fannst efinn skemmtilegur eins og hann var til staðar í fyrstu tveimur myndunum; er Batman að hluta leðurblaka eða er hann bara maður? Hvernig á núna útskýra atriðið í fyrstu myndinni þegar Vicky vaknar í rúmi Wayne og sér hann hanga á hvolfi? Það er víst ekki hægt að ætlast til að allir kunni utan af og elski fyrstu tvær myndirnar *dæs*
Það er sosum ekkert að segja um Strandverði, nema kannski að ég hætti að horfa þegar Stephanie kom aftur sem hundur eftir að hún dó.
miðvikudagur, júlí 06, 2005
sunnudagur, júlí 03, 2005
Það er kominn júlí! Jei!
Hvers vegna ætti það að vera fagnaðarefni? Jú sjáið til þá er bjór-blogg-banninu (bbb) lokið og ég má aftur blogga um bjór. :) Núna geri ég ráð fyrir að lesendur fagni ákaft og ef nokkrir eru saman komnir þá væri vel við hæfi að gera bylgju. Reyndar tókst bbb ekki alveg sem skildi, ég missti mig aðeins eftir Laugarvegsgönguna og steingleymdi banninu, það eina sem ég hef mér til varnar er að öll erum við mannleg.
Hluta af mér (litlum hluta) langar núna að rifja upp alla þá góðu bjóra sem ég drakk í júní og dreifa gleðinni því bjór er drykkur guðanna eins allir ættu að vera með á hreinu, EN
Þeir sem náðu að lesa alla leiðina hingað fá prik auk þess að geta tekið kæti sína á ný því næsti hluti þessa bloggs er ekki eingöngu um bjór.
Um helgina var útilega Félags verkfræðinema á Skógum og að sjálfsögðu var dúndurmæting. Ég fór í bíl með Ernu og Stebba (hvað annað en að ég hangi endalaust með para-vinum mínum), þegar við komum á svæðið ákváðum við að tjalda í miðjunni sem var heví fínt, fljótlega fylltist allt pláss í kring. Smá rigning um kvöldið en fullt af bjór og ég grillaði klikkað góða hamborgara (í alvöru, það var engin kaldhæðni í þessum orðum), eiginlega grillaði samt Gunni hamborgarana fyrir mig...
Ég var búin að lofa Ernu og Stebba sól og góðu veðri á laugardeginum og ég stóð við það, tek fulla ábyrgð á blíðunni. Fórum í sund og keyptum pizzu (smá plebba-útilegu-stemning í gangi). Vorum með öflugt lið á Skógaleikunum, nafnið Sellan var samþykkt einróma (læt ekki uppi hvers rómur það var). Sellan rústaði pokahlaupinu, klikkaði aðeins í spítulabbinu, kenndi slakri dómgæslu um tap í bundin-saman-með-bundið-fyrir-augun-að-leita-að-bjór-og-drekka-hann leiknum, sigraði einnig þamba-bjór-og rekja-bolta leikinn þótt minn bolti hafi ekki viljað fara í rétta átt. Við vorum held ég bara sátt við þennan árangur, Skógarleikarnir heppnuðust bara vel miðað við hvað það tóku allt of margir þátt.
Hápunktur kvöldsins var brekkusöngur undir stjórn Gunna og Danna, gríðarlega skemmtilegt að mínu mati, hápunkti næturinnar verður ekki lýst.
Ég drakk margar skemmtilegar blöndur af áfengi og blandi um helgina, helst ber að nefna vískí í kaffi, vodki og tómatsafi og cosmopolitan í kókflösku. Stebbi hélt uppi þeim ágæta sið að tala um gólfefni einu sinni yfir helgina, ég borðaði óhóflega mikið, drakk óhóf-hóflega. Í morgun kom stormur eins og stormviðvörunin hafði varað við, ég þvæ hendur mínar af því máli. Svona fór um sjóferð þá... Í hnotskurn: það var gaman :)
Hvers vegna ætti það að vera fagnaðarefni? Jú sjáið til þá er bjór-blogg-banninu (bbb) lokið og ég má aftur blogga um bjór. :) Núna geri ég ráð fyrir að lesendur fagni ákaft og ef nokkrir eru saman komnir þá væri vel við hæfi að gera bylgju. Reyndar tókst bbb ekki alveg sem skildi, ég missti mig aðeins eftir Laugarvegsgönguna og steingleymdi banninu, það eina sem ég hef mér til varnar er að öll erum við mannleg.
Hluta af mér (litlum hluta) langar núna að rifja upp alla þá góðu bjóra sem ég drakk í júní og dreifa gleðinni því bjór er drykkur guðanna eins allir ættu að vera með á hreinu, EN
Þeir sem náðu að lesa alla leiðina hingað fá prik auk þess að geta tekið kæti sína á ný því næsti hluti þessa bloggs er ekki eingöngu um bjór.
Um helgina var útilega Félags verkfræðinema á Skógum og að sjálfsögðu var dúndurmæting. Ég fór í bíl með Ernu og Stebba (hvað annað en að ég hangi endalaust með para-vinum mínum), þegar við komum á svæðið ákváðum við að tjalda í miðjunni sem var heví fínt, fljótlega fylltist allt pláss í kring. Smá rigning um kvöldið en fullt af bjór og ég grillaði klikkað góða hamborgara (í alvöru, það var engin kaldhæðni í þessum orðum), eiginlega grillaði samt Gunni hamborgarana fyrir mig...
Ég var búin að lofa Ernu og Stebba sól og góðu veðri á laugardeginum og ég stóð við það, tek fulla ábyrgð á blíðunni. Fórum í sund og keyptum pizzu (smá plebba-útilegu-stemning í gangi). Vorum með öflugt lið á Skógaleikunum, nafnið Sellan var samþykkt einróma (læt ekki uppi hvers rómur það var). Sellan rústaði pokahlaupinu, klikkaði aðeins í spítulabbinu, kenndi slakri dómgæslu um tap í bundin-saman-með-bundið-fyrir-augun-að-leita-að-bjór-og-drekka-hann leiknum, sigraði einnig þamba-bjór-og rekja-bolta leikinn þótt minn bolti hafi ekki viljað fara í rétta átt. Við vorum held ég bara sátt við þennan árangur, Skógarleikarnir heppnuðust bara vel miðað við hvað það tóku allt of margir þátt.
Hápunktur kvöldsins var brekkusöngur undir stjórn Gunna og Danna, gríðarlega skemmtilegt að mínu mati, hápunkti næturinnar verður ekki lýst.
Ég drakk margar skemmtilegar blöndur af áfengi og blandi um helgina, helst ber að nefna vískí í kaffi, vodki og tómatsafi og cosmopolitan í kókflösku. Stebbi hélt uppi þeim ágæta sið að tala um gólfefni einu sinni yfir helgina, ég borðaði óhóflega mikið, drakk óhóf-hóflega. Í morgun kom stormur eins og stormviðvörunin hafði varað við, ég þvæ hendur mínar af því máli. Svona fór um sjóferð þá... Í hnotskurn: það var gaman :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)