föstudagur, apríl 29, 2005

[Kvöldið fyrir próf]

Hvað er mikilvægt að gera kvöldið fyrir próf?

Klára alveg að fara yfir efnið (max klukkutími)
Fara yfir aðal-atriði námsefnisins (atriðin sem koma pottþétt á prófinu)
Skrifa aulablað (það sem má alls ekki gleymast t.d. 1. lögmálið)
Borða tvö meðalstór egg (linsoðin með smá salti)
Skipta um blý í skrúfblýantinum
Passa að allt sé í pennaveskinu
Standa á haus í 7 1/2 mín (blóðrennsli í hausinn gerir mann gáfaðri)
Hlusta á eitt geðveikt gott lag (að eigin vali)
Hlaupa 3 hringi kringum húsið sitt (2 ef maður býr í blokk)
Fara passlega snemma að sofa

sunnudagur, apríl 24, 2005

Ég þarf að læra undir próf, hvernig væri að byrja á því að... taka til, sortera glósur, prenta út gömul próf, far út að labba, fara í bankann, þvo bílinn, lesa moggann, gera við sokka, búa til góðan hádegismat, lesa fréttablaðið, blogga, þvo þvott, lesa viðskiptablað moggans síðan í síðustu viku...

Hljómar þetta kunnuglega eða eru allir aðrir að ná svaka einbeitingu við lærdóminn?

Eða ég hef betri kenningu: Hver stal einbeitingunni minni!?!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

[ammli]
Þá er 20. apríl búinn, en góður 20. apríl var það. Ég borðaði fjórar stórar afmælismáltíðir sem var mjög gott. Þegar ég vaknaði ákvað ég að fá mér afmælismorgunmat, ristaða beyglu, djús og kaffi. Krakkarnir í skólanum buðu mér á Eldsmiðjuna í hádeginu, þar biðum við í 35 mínútur eftir pizzunum okkar en það var vel þess virði. MH krúið mitt bauð mér síðan upp á kökur og kakó og gæða tónlist undir, sem var heví næs. Ég varð fyrsta manneskjan ever til að brjóta regluna "afmælisbarnið á alltaf að klára allar kökurnar" sem var nokkuð lélegt af mér því reglan hafði aldrei verið brotin áður. Þegar kom að kvöldmatnum sem mamma hafði eldað handa mér var ég svo södd að ég kom varla nokkru niður... en svona er lífið, stundum getur maður ekki borðað allt sem mann langar til að borða.

Um kvöldið drakk ég vitaskuld bjór í tilefni dagsins. Takk fyrir mig allir! :)

[eitt í viðbót]
Á mánudaginn labbaði ég upp á Esjuna, "allt nema klettana" eins og mér fróðari menn myndu segja.

sunnudagur, apríl 17, 2005

[Hvatning]
Þuríður Helgadóttir vertu nú dugleg að læra stelpa!

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Bætti nokkrum linkum inn, sem ég ætlaði flestum að vera búin að bæta inn fyrir löngu en... svona er lífið. Linkarnir fóru neðst á listann í engri sérstarkri röð, á eftir að upphugsa sérstaka röð. Ætli þetta verði ekki svona "hugsa út fyrir kassann" dæmi... Gott fólk bakvið linkana engu að síður.

Gerði þrjár tilraunir til að borga símreikninginn minn í dag:
Tilraun 1: heimabanki, reikningurinn var ekki inn á heimabankanum eins og venjulega.
Tilraun 2: venjulegur banki, það var ekki hægt, mér var sagt að Síminn væri að skipta um kerfi og bla... allavega var það ekki hægt.
Tilraun 3: Síminn, nei sorrí kerfið krassaði í dag og því ekki hægt að borga símreikninga!

Það vil baral enginn taka við peningunum mínum! Ef þetta væri svona í hverjum mánuði þá væri lífið ljúft og ég með fulla vasa af einhverju öðru en grjóti ;)

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Jei framleiðsluferlafyrirlestrarnir eru búnir! :) Þá er bara eftir að klára 1 forritunarverkefni, sveifludæmi, vélhlutadæmi, skýrsla um fyrirtæki, tilraun, skýrsla um tilraun og þá get ég byrjað að læra fyrir próf. Humm mér fannst eins og það væri minna eftir áður en ég skrifaði það niður, ó vell, Jei framleiðsluferlafyrirlestrarnir eru búnir!!!!

Og já Vélsmiðja Orms og Víglundar er uppáhalds fyrirtækið mitt...

mánudagur, apríl 11, 2005

[skyldublogg]
Aðalfundur Vélarinnar var á föstudaginn. Sá sem fann upp á því að loka fullt af drykkjuglöðu fólki saman inni í sal sem er fullur af áfengi er bara snillingur, takk fyrir mig... :)

[og ýmsir persónulegir hlutir]
eða efectos personales eins og stendur í spænsku lögregluskýrslunni minni. Af hverju tekur endalaust langan tíma að klára skýrslu þótt maður sé búinn? Af hverju er pendúllinn minn ofvirkur? Af hverju var ég full á virkum degi? Eða réttara sagt, af hverju var ég ekki full á virkum degi?

Hvar er heimurinn?

föstudagur, apríl 08, 2005

Hvar er skrif-andinn?

Ég er týnd, held ég fái mér bara bjór í tilefni dagsins (föstudagur skiljiði).

mánudagur, apríl 04, 2005

Þetta gerðist í sveiflufræði á föstudag:
Kennarinn ákvað að það ætti að vera dæmatími eftir hádegi, allir voru ósáttir við það. Þá spurði hann hvað við værum að fara að gera sem væri merkilegra en dæmatími, Gunni sagði Æi við ætluðum bara að byrja að drekka klukkan 12 (þ.e. á hádegi). Þá spurði kennarinn hvort eitthvað sérstakt væri í gangi og ég svaraði Nei bara venjulegur föstudagur. Það er fyndið af því það er satt... næstum satt, byrjuðum að drekka hálf 5 ekki 12.

Síðan bara gaman, gaman að drekka og syngja og dansa.