Um daginn var hringt í mig frá Gallup, ég held að Gallup sé skotið í mér því þeir hringja í mig reglulega, á 3 til 4 mánaða fresti. Kannski finnst þeim mitt álit á hlutum svona mikilvægt, ég veit það ekki. Þetta síðasta símtal frá þeim var samt einum of.
Klukkan 19.01 (ég man tímasetninguna nákvæmlega því ég var rétt byrjuð að horfa á fréttir) hringdi Gallup konan. Hún byrjaði á nokkrum spurningum um hvort ég hefði séð ákveðnar auglýsingar og hvaða áhrif ef einhver þær hefðu haft á mig. Síðan spurði hún hvaða tegundir af hreinum ávaxtasafa ég þekkti og hvort ég hefði séð þæt auglýstar undanfarið, sama um gosdrykki. Hversu líklegt væri að ég mundi kaupa kók á næstu 7 dagana. Hún spurði hvort ég vissi hvað gróðurhúsaáhrif og sjálfbær þróun væru, hvaða skoðun ég hefði á orkuframleiðslu til annara nota en almennings ("ertu að meina stóriðju?" spurði ég en þá sagði hún að ég þyrfti að túlka spurninguna sjálf). Hún spurði hvaða kreditkort ég væri með og hvernig kreditkort ég mundi fá mér ef ætlaði að fá mér í dag, hvernig masterkard ferðaávísun höfðaði til mín. Hvort ég væri með eða á móti ríkisstjórninni, hvað ég hefði kosið síðast og hvað ég myndi kjósa núna.
Hvernig nærbuxum ég væri í, hvað ég hefði borðað í morgunmat og hve marga bólfélaga ég ætti! Þetta síðasta er pínu ýkt, en mér fannst verið að spurja frekar persónulegra spurninga. Ég heyrði hana líka pikka öll svörin mín inn í tölvuna. Hvað verður um þessa upplýsingar þegar búið er að nota þær? Er í kerfinu til skrá sem heitir Þuríður Helgadóttir með öllum upplýsingum um mig? Þá er ég ekki bara að meina kennitölu og heimilisfangi, heldur verslunarvenjum, stjórnmálaskoðunum, lista yfir hvernig auglýsingar virka á mig, skónúmeri, nöfnum óvina minna o.s.frv.
Ég er kannski komin heldur mikið í Brave new world, 1984, Lovestar fílinginn. Er stóri bróðir að fylgjast með? Eru þeir með fingraförin mín? Er lithimnuskanni í skjánum á tölvunni sem ég er í núna? Lesa þeir bloggið mitt? Þarf ég núna að passa mig á dimmum húsasundum og passa að vera ekki ein úti eftir myrkur? Bíður mín leyniskytta þegar ég labba út í bíl?
En er í raun svo skrítið að ég skuli pæla; í þjóðfélagi þar sem tveir nýjustu hæstaréttardómararninr eru fyrir algjöra tilviljun frændi og vinur fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi forsætisráðherra segir skyndilega lög á kennaradeilu möguleg eftir fund með Davíð og ríkissáttasemjara eftir að hafa þvertekið fyrir lagasetningu í fleiri vikur, borgarstjóri segir af sér því hann vann hjá óþekku fyrirtæki meðan forstjórarnir fyrirtækjanna sleppa alveg?
Ég bara spyr!
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli