sunnudagur, nóvember 28, 2004

[Alltof langa bloggið]
Þetta fær maður fyrir að gefa sér ekki tíma til að blogga: núna þarf ég að tjá mig um svona hundrað billjón hluti og verð örugglega ýkt lengi að skrifa. Ég bara get ekki setið á strák mínum...

[Beach Boys]
Sunnudagskvöldið 21. nóvember fór ég á Beach Boys í Höllinni með minni ágætu móður, en Strandagæjarnir eru uppáhaldshljómsveit hennar, í meira uppáhaldi en Rolling Stones og þá er mikið sagt. Ég var búin að ákveða að vera í stuði hvort sem mér þætti gaman eða ekki, fyrir mömmu. Við byrjuðum á Beck´s í gleri heima í eldhúsi fyrir tónleikana.

Ég ákvað að koma mér í gírinn og skellti Beach Boys í græjurnar, síðan stóð ég með beck´s í gleri í annarri, pott í hinni að syngja með Beach Boys inní eldhúsi á sunnudagskvöldi. Þá kom áfallið: Ég er orðin mamma mín!!!! Eftir þetta áfall ákvað ég að auka hraða drykkjunnar og skellti bjórnum í mig. Síðan fór ég inní stofu með tóma flöskuna og sagði við mömmu "minn er gallaður!", mamma svaraði um hæl "minn líka! Ég held að botninn hafi lekið!" Hér með lýsi ég yfir að mamma mín er fyrsta manneskjan sem fattar bjórinn-er-gallaður-brandarann minn í fyrsta, hún rúlar. Mamma vildi ekki annan bjór en ég drakk hálfan í viðbót í hvelli, síðan fórum við á tónleika.

Hljómar hituðu upp. Ég fíla Hljóma ekki. Þeir tóku slatta af nýjum lögum sem báru nöfn eins og Rokkhundar, Geggjuð ást og Þar sem hamarinn rís. Gunni Þórðar (heitir hann það ekki annars?) útskýrði að Hamarinn væri fjall við Hveragerði, það lagðist eitthvað of vel í fólk, þá sagði hann "Er einhver frá Hveragerði hérna?!?!?!?" eins og Hveragerði væri algjört rokk. Ég hélt ég ætlaði ekki að verða eldri og gjörsamlega dó úr hlátri. Það eina sem hefði getað verið verra er ef hann hefði spurt hvort einhver væri frá Selfossi. Hljómar voru klappaðir upp, ó mæ god hvað ég skammaðist mín.

Eftir langa setu Beach Boys sjálfir á stokk, þ.e. Mike Love sem er frændi Wilson bræðra og einn annar gamall kall og fullt af yngri hljóðfæraleikurum. Þeir voru allir í litríkum hawaii skyrtum og sviðið var skreytt með brimbrettum og stórum grænum pottaplöntum. Þeir byrjuðu á 11 laga hraðri syrpu, síðan komu rólegu lögin og Mike Love talaði heilmikið inná milli. Hann var bara helvíti skemmtilegur.Hann kom með línur eins og "Do you think Justin Timberleim or Nstink could do this?" Síðan byrjuðu þeir að syngja eitthvað lag. Þetta lagðist vel í krádið, enda var meðalaldur vel yfir mínum. Síðasta hálftímann var allur salurinn látinn standa upp og ég og mamma fíluðum okkur í tætlur, og ótrúlegt en satt, það VAR brjálað stuð. Kannski hjálpuðu nokkru bjórarnir sem ég drakk eitthvað uppá stuðið mitt. Uppklöppunarlagið var Back in the USSR, það fílaði Þura í tætlur :)

[vísó]
Ég var aldrei búin að segja að ég væri hætt að drekka fyrir próf. Ég stóð líka við þá ekki-fullyrðingu mína. Á föstudaginn var 150 manna vísindaferð í Eimskip fyrir allar verkfræðiskorarnar. Það var dælt í okkur bjór og víni og fínt hlaðborð, aðeins ein stutt kynning á fyrirtækinu og síðan bara drukkið. Á eftir var haldið á Pravda að venju, ég er komin með alveg uppí kok af þeim stað, en ég meikaði það af því að þeir voru að gefa bjór. Ótrúlegt hvað er auðvelt að verða drukkinn þegar áfengi er frítt, áður en ég vissi af var ég í góðum gír, þeim fjórða held ég bara.

Seinna um kvöldið fórum við nokkur saman á pöbbarölt, Hressó, Prikið og Ellefuna. Mér fannst ég bara vera létt, en þegar á 11 var komið fattaði ég að ég var on the rassgat. Þá bað ég Atla og Svenna að koma að sækja mig, sem þeir gerðu, þeir eru svo sætir.

Við fórum á Kofann, þar hitti ég tvær stelpur sem ég þekkti sem voru nýbúnar að uppgötva Kofann og fannst hann æðislegasti staður í heimi, þá fannst mér gaman líka :) Eins og ég man eftir því þá var ég ýkt böggandi við Inga og Bigga, alltaf að hoppa ofaná Inga þar sem hann sat í sófanum, ég vona að þeir hafi ekki verið of pirraðir :/ Síðan kom Björk og sagði að það væri alltí lagi að ég væri full, hún hefði nebblega verið full um seinustu helgi.

Á heildina litið: gott fyllerí.

[digital ísland]
Ógeðslega er digital ísland auglýsingin góð.

Engin ummæli: