sunnudagur, nóvember 28, 2004

[Alltof langa bloggið]
Þetta fær maður fyrir að gefa sér ekki tíma til að blogga: núna þarf ég að tjá mig um svona hundrað billjón hluti og verð örugglega ýkt lengi að skrifa. Ég bara get ekki setið á strák mínum...

[Beach Boys]
Sunnudagskvöldið 21. nóvember fór ég á Beach Boys í Höllinni með minni ágætu móður, en Strandagæjarnir eru uppáhaldshljómsveit hennar, í meira uppáhaldi en Rolling Stones og þá er mikið sagt. Ég var búin að ákveða að vera í stuði hvort sem mér þætti gaman eða ekki, fyrir mömmu. Við byrjuðum á Beck´s í gleri heima í eldhúsi fyrir tónleikana.

Ég ákvað að koma mér í gírinn og skellti Beach Boys í græjurnar, síðan stóð ég með beck´s í gleri í annarri, pott í hinni að syngja með Beach Boys inní eldhúsi á sunnudagskvöldi. Þá kom áfallið: Ég er orðin mamma mín!!!! Eftir þetta áfall ákvað ég að auka hraða drykkjunnar og skellti bjórnum í mig. Síðan fór ég inní stofu með tóma flöskuna og sagði við mömmu "minn er gallaður!", mamma svaraði um hæl "minn líka! Ég held að botninn hafi lekið!" Hér með lýsi ég yfir að mamma mín er fyrsta manneskjan sem fattar bjórinn-er-gallaður-brandarann minn í fyrsta, hún rúlar. Mamma vildi ekki annan bjór en ég drakk hálfan í viðbót í hvelli, síðan fórum við á tónleika.

Hljómar hituðu upp. Ég fíla Hljóma ekki. Þeir tóku slatta af nýjum lögum sem báru nöfn eins og Rokkhundar, Geggjuð ást og Þar sem hamarinn rís. Gunni Þórðar (heitir hann það ekki annars?) útskýrði að Hamarinn væri fjall við Hveragerði, það lagðist eitthvað of vel í fólk, þá sagði hann "Er einhver frá Hveragerði hérna?!?!?!?" eins og Hveragerði væri algjört rokk. Ég hélt ég ætlaði ekki að verða eldri og gjörsamlega dó úr hlátri. Það eina sem hefði getað verið verra er ef hann hefði spurt hvort einhver væri frá Selfossi. Hljómar voru klappaðir upp, ó mæ god hvað ég skammaðist mín.

Eftir langa setu Beach Boys sjálfir á stokk, þ.e. Mike Love sem er frændi Wilson bræðra og einn annar gamall kall og fullt af yngri hljóðfæraleikurum. Þeir voru allir í litríkum hawaii skyrtum og sviðið var skreytt með brimbrettum og stórum grænum pottaplöntum. Þeir byrjuðu á 11 laga hraðri syrpu, síðan komu rólegu lögin og Mike Love talaði heilmikið inná milli. Hann var bara helvíti skemmtilegur.Hann kom með línur eins og "Do you think Justin Timberleim or Nstink could do this?" Síðan byrjuðu þeir að syngja eitthvað lag. Þetta lagðist vel í krádið, enda var meðalaldur vel yfir mínum. Síðasta hálftímann var allur salurinn látinn standa upp og ég og mamma fíluðum okkur í tætlur, og ótrúlegt en satt, það VAR brjálað stuð. Kannski hjálpuðu nokkru bjórarnir sem ég drakk eitthvað uppá stuðið mitt. Uppklöppunarlagið var Back in the USSR, það fílaði Þura í tætlur :)

[vísó]
Ég var aldrei búin að segja að ég væri hætt að drekka fyrir próf. Ég stóð líka við þá ekki-fullyrðingu mína. Á föstudaginn var 150 manna vísindaferð í Eimskip fyrir allar verkfræðiskorarnar. Það var dælt í okkur bjór og víni og fínt hlaðborð, aðeins ein stutt kynning á fyrirtækinu og síðan bara drukkið. Á eftir var haldið á Pravda að venju, ég er komin með alveg uppí kok af þeim stað, en ég meikaði það af því að þeir voru að gefa bjór. Ótrúlegt hvað er auðvelt að verða drukkinn þegar áfengi er frítt, áður en ég vissi af var ég í góðum gír, þeim fjórða held ég bara.

Seinna um kvöldið fórum við nokkur saman á pöbbarölt, Hressó, Prikið og Ellefuna. Mér fannst ég bara vera létt, en þegar á 11 var komið fattaði ég að ég var on the rassgat. Þá bað ég Atla og Svenna að koma að sækja mig, sem þeir gerðu, þeir eru svo sætir.

Við fórum á Kofann, þar hitti ég tvær stelpur sem ég þekkti sem voru nýbúnar að uppgötva Kofann og fannst hann æðislegasti staður í heimi, þá fannst mér gaman líka :) Eins og ég man eftir því þá var ég ýkt böggandi við Inga og Bigga, alltaf að hoppa ofaná Inga þar sem hann sat í sófanum, ég vona að þeir hafi ekki verið of pirraðir :/ Síðan kom Björk og sagði að það væri alltí lagi að ég væri full, hún hefði nebblega verið full um seinustu helgi.

Á heildina litið: gott fyllerí.

[digital ísland]
Ógeðslega er digital ísland auglýsingin góð.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Er einhver frá Hveragerði hérna?!?

föstudagur, nóvember 19, 2004

Atvinna í boði:

Ert þú efni í aðstoðarökumann?? Vegna snjókomu og meðfylgjandi hálku vantar mig manneskju til að sitja aftur í bílnum mínum til að þyngja hann.

Starfslýsing: Að sitja afturí í bílnum mínum þegar ég keyri á milli staða og hugsanlega tilfallandi að-ýta-bílnum-verkefni.

Vinnutími: Alltaf þegar ég keyri þ.e. breytilegur vinnutími.

Hæfniskröfur: Viðkomandi verður að hafa yfir meðallagi eigin þyngd, vanur ýtimaður, vera snyrtilegur og vellyktandi. Bringuhár skilyrði.

Laun: Samningsatriði

Skriflegar umsóknir með mynd skulu berast ásamt meðmælum frá fyrri vinnuveitanda á netfangið thurihe@hi.is fyrir kl. 16 miðvikudaginn 24. nóvember 2004. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Súkkulaðibrúnt hörund hans glansaði í daufri birtu eldhúsljóssins, fullkomið sköpunarlag hans hefur ekki sést í 7 heimsálfunum síðan fyrir stríð, sæt angan hans gleymist seint... hann var fullkominn.

Hann var fullkomnasta BettyCrocker (R) devil's cake sem nokkurntíman hefur verið bökuð!
Í síðustu viku beit ég það í mig að nú væri kominn tími til að ég bakaði mína fyrstu köku, það var hætt að vera gaman að vera eina 21. árs stelpan í heimi sem aldrei hefur bakað köku. Á fimmtudagurinn rann síðan upp bjartur og fagur vitandi að hann hafði orðið fyrir valinu sem "dagurinn sem Þura bakar". Ég fór í Bónus og keypti nauðsynlegt hráefni og um kvöldið hófst ég handa. Allt gekk stór-áfallalaust fyrir sig, ég náði tvisvar að bjarga fyrir horn þegar vandamál komu upp (svona borgar sig að vera í verkfræði, maður lærir að leysa hin ýmsu vandamál). Þegar kakan var komin úr ofninum leið mér eins og þar væri fætt barnið mitt. Kakan var skírð* Köchy (borið fram Köki) vegna þess að meðan hún var að kólna gat ég fátt annað gert en segja "Ég bakti köki" og brosa út að eyrum. Síðan fór í heimsókn til Svanhvítar og hún var búin að baka tvær sortir. En það er allt í lagi, maður ber sig ekkert saman við Svanhvíti í svona málum, þá gæti ég alveg eins keppt við Tiger Woods í golfi og verið fúl yfir að tapa.

Þegar ég var búin að borða allar sortirnar hennar Svanhvítar fór ég heim að smyrja Köka minn, þ.e. setja BettyCrocker (R) premium icing krem á kökuna. Ég komst að því að mér finnst ógeðslega gaman að setja krem á kökur, mig hafði reyndar alltaf grunað það en þarna fékk ég staðfestingu og setti fullkomið lag af kremi á Köka. Þegar það var komið var frasinn sem ég tönglaðist á "mamma hefurðu séð fullkomnari köku?", mamma sagði bara "jájá Þura mín, hún er ágæt."

Enn vantaði eitthvað, Köki var sko engin plane jane kaka, hann þurfti skraut. Mamma fann svona kökuskraut inní skáp og ég teiknaði með því skjaldarmerki háskólans á kökuna mína. Nú gat Köki ekki orðið fullkomnari.

Næsta dag fór ég með Köka í dæmatímann minn í aflfræði (þar sem eru aðeins 7 manns) ásamt mjólk og rjóma og bauð öllum uppá köku (þorði samt ekki að segja þeim að ég hefði skírt kökuna). Það voru allir svo hissa og ánægðir, svo hissa og ánægðir allir voru. Ég varð sjálf hissa á viðtökunum sem Köki fékk og allir þökkuðu oft og mörgum sinnum fyrir sig og hrósuðu Köka, og allir voru svo glaðir. Það er svo gaman að gleðja fólk. Þegar tíminn var búinn var Köki líka næstum búinn. Síðan batt ég enda á þjáningar hans.

Þetta var sönn saga. ENDIR


*Ekki á formlegan hátt eins og kanínan forðum daga.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Hver er hann? Það verður opinberað von bráðar...

föstudagur, nóvember 12, 2004

Hann hét Köchy...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Um daginn var hringt í mig frá Gallup, ég held að Gallup sé skotið í mér því þeir hringja í mig reglulega, á 3 til 4 mánaða fresti. Kannski finnst þeim mitt álit á hlutum svona mikilvægt, ég veit það ekki. Þetta síðasta símtal frá þeim var samt einum of.

Klukkan 19.01 (ég man tímasetninguna nákvæmlega því ég var rétt byrjuð að horfa á fréttir) hringdi Gallup konan. Hún byrjaði á nokkrum spurningum um hvort ég hefði séð ákveðnar auglýsingar og hvaða áhrif ef einhver þær hefðu haft á mig. Síðan spurði hún hvaða tegundir af hreinum ávaxtasafa ég þekkti og hvort ég hefði séð þæt auglýstar undanfarið, sama um gosdrykki. Hversu líklegt væri að ég mundi kaupa kók á næstu 7 dagana. Hún spurði hvort ég vissi hvað gróðurhúsaáhrif og sjálfbær þróun væru, hvaða skoðun ég hefði á orkuframleiðslu til annara nota en almennings ("ertu að meina stóriðju?" spurði ég en þá sagði hún að ég þyrfti að túlka spurninguna sjálf). Hún spurði hvaða kreditkort ég væri með og hvernig kreditkort ég mundi fá mér ef ætlaði að fá mér í dag, hvernig masterkard ferðaávísun höfðaði til mín. Hvort ég væri með eða á móti ríkisstjórninni, hvað ég hefði kosið síðast og hvað ég myndi kjósa núna.

Hvernig nærbuxum ég væri í, hvað ég hefði borðað í morgunmat og hve marga bólfélaga ég ætti! Þetta síðasta er pínu ýkt, en mér fannst verið að spurja frekar persónulegra spurninga. Ég heyrði hana líka pikka öll svörin mín inn í tölvuna. Hvað verður um þessa upplýsingar þegar búið er að nota þær? Er í kerfinu til skrá sem heitir Þuríður Helgadóttir með öllum upplýsingum um mig? Þá er ég ekki bara að meina kennitölu og heimilisfangi, heldur verslunarvenjum, stjórnmálaskoðunum, lista yfir hvernig auglýsingar virka á mig, skónúmeri, nöfnum óvina minna o.s.frv.

Ég er kannski komin heldur mikið í Brave new world, 1984, Lovestar fílinginn. Er stóri bróðir að fylgjast með? Eru þeir með fingraförin mín? Er lithimnuskanni í skjánum á tölvunni sem ég er í núna? Lesa þeir bloggið mitt? Þarf ég núna að passa mig á dimmum húsasundum og passa að vera ekki ein úti eftir myrkur? Bíður mín leyniskytta þegar ég labba út í bíl?

En er í raun svo skrítið að ég skuli pæla; í þjóðfélagi þar sem tveir nýjustu hæstaréttardómararninr eru fyrir algjöra tilviljun frændi og vinur fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi forsætisráðherra segir skyndilega lög á kennaradeilu möguleg eftir fund með Davíð og ríkissáttasemjara eftir að hafa þvertekið fyrir lagasetningu í fleiri vikur, borgarstjóri segir af sér því hann vann hjá óþekku fyrirtæki meðan forstjórarnir fyrirtækjanna sleppa alveg?

Ég bara spyr!

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ég sá stelpu drekka jóla-kókómjólk í dag. Það fyrsta sem ég hugsaði var, hvað er hún að pæla kókómjólkin hlýtur að vera löngu útrunnin. Þá fattaði ég að þetta var næstu-jóla-jóla-kókómjólk. Agalegt ástand.