Mér finnst alveg magnað hvaða áhrif kennaraverkfallið er að hafa á mig. Mamma mín er kennari og þar með ekki útivinnandi þessa stundina. Ég gerði (sjálfselskan í mér) ráð fyrir að verkfallið mundi fyrst og fremst hafa áhrif á mig með hreinni fötum, dásamlegri eldamennsku og smurðu nesti á morgnanna. Sú er ekki raunin, mamma skellti sér í líkamsrækt og er bara keepin' busy, sem er gott mál. Hún er alveg frábær og ég get alveg smurt mitt eigið nesti. Það eina sem böggar mig heima vegna verkfallsins að ég get eiginlega ekki komið heim snemma á daginn og lagt mig, þá kemur "átt þú ekki að vera að læra" ræðan.
Í verkfallinu hefur meðalaldur í byggingum háskólans pottþétt lækkað, ég er alltaf að sjá litla krakka út um allt. Ég vorkenni voða mikið litlu stelpunum sem verða að hafa hljóð á bókhlöðunni af því að pabbi er að lesa kynjafræðibókina sína. Rosalega er ég fegin að vera á lausu og barnlaus.
þriðjudagur, október 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli