Allt að gerast, ekkert að gerast. Ég er ekki alveg viss. Best ég fari bara heim og horfi á Pride and prejudice.
Þegar svo er komið að það er ekkert óeðlilegt við það að stelpur á manns eigin aldri (þ.e. mínum) eignist börn þá fæ ég örlítið á tilfinninguna að ég sé aðeins eldri en 17. Soffía sem var með mér í grunn-og framhaldsskóla eignaðist stelpu í gærkvöldi.
Var einmitt að ræða þessi mál um daginn. Útskýrði fyrir viðmælendum að Kristín Vala hefði endalaust verið að messa yfir mér (og fleiri stúlkum á lausu) að ég yrði að fara að ná mér í strák því þeir bestu færu fyrst. Það var þegar ég var 17 og 18. Ég trúði henni ekki þá. Núna ef ég spái í því, hafði hún rétt fyrir sér? Hafa öll góðu skipin löngu siglt í burtu? Og einu skipin sem eru eftir eru ryðdallar og skip sem hafa snúið til baka 6 árum seinna með barn aðra hverja helgi og enga löngun til að sigla aftur?
A plan is forming *hendur mynda leðurblökuvængi upp við ljóskastara og vælt eins og leðurblaka* ;)
laugardagur, október 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli