Sunnudagseftirmiðdagur, hvað er betra að gera en að lista afrek helgarinnar?
Dagný gella átti afmæli á föstudaginn, svo planið var að sletta ærlega úr klaufunum. Við fórum í vísó í Hugvit seinnipartinn, það var heví næs að sitja og sötra öl og hlusta á nokkra stutta fyrirlestra um dásemdir fyrirtækisins. Fyrsti hálftíminn fór í að útlista alla stóru og flottu viðskiptavinina og samstarfsaðilana; Scotland Yard, ibm o.s.frv. Síðan rétt undir lokin sögðu þeir okkur hvernig fína fína kerfið virkar og það er víst í alvöru rosa gott. Pizzur, meiri bjór, rúta á Pravda. Þá fórum við nokkrar stelpur heim til Dagnýjar að halda stelpupartý, síðan kom Jón. Þegar við komum í bæinn fannst mér geðveikt sniðugt að kaupa meira áfengi, ég meina ég var bara búin að vera í glasi í 7 tíma hvernig gæti það hugsanlega skaðað að drekka 2 og 1/2 fullnægingu á innan við 5 mínútum? Og stóran bjór á eftir??
Allavega, ég man ekkert eftir næstu tveim tímum en að þeim liðnum hljóp ég út af pravda til að tala í símann og fór síðan inn á hressó. Þegar ég var að gefast upp á að leita að Elínu og Svanhvíti þá blikkaði Al Pacino mig og vísaði mér til þeirra. Ég og Elín fórum síðan á Dillon og svo Kofann en ég var samt komin ýkt snemma heim. Vá hvað þetta var slakt djamm blogg hjá mér þrátt fyrir gott djamm ;) , drekka minna næst...
Ég er alveg að gleyma fullt! Kaffilíkjörnum sem fór að mörgu leyti út um allt, skrítna leigubílstjóranum sem hélt þvílíka reiði-ræðu um kjör leigubílstjóra eftir að stelpurnar voru að reyna að prútta, Helga frænda sem er að fara eignast barn, jepplingnum og og og ....
sunnudagur, september 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli