Eitthvað að gerast:
Aldrei aftur skal ég mæta of seint í tíma! Í morgun var ég korteri of sein í Örtölvu og mælitækni fyrirlestur í sal 4 í háskólabíói vegna þess að ég var aðeins að tjilla í morgunmatnum og síðan fann ég ekkert stæði. Ég labbaði inn í miðjan tíma og settist við hliðiná Dagnýju og Gunna. Dagný hvíslaði að mér að ef ég hefði labbað inn 5 mínútum fyrr hefði ég orðið ýkt hneyksluð á karlrembunni í kennaranum. Hún sagði að hann hefði sýnt glæru (hann var með powerpoint show) með mynd að Britney Spears og Madonnu að kyssast. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og var bara nei what the fuck það getur ekki staðist ég trúi þessu ekki. En Dagný var ekkert að grínast, hún sagði að það hefði líka verið glæra af Britney Spears á nærfötunum liggjandi uppi í rúmi með svona "talblöðru" að segja stærðfræðiformúlu, undir myndinni stóð texti um að stúlkan væri nú ekki klár í svona rafmagnsdóti. Ég man ekki nákvæmlega hvað stóð og ég get ekki séð það á netinu því aðgangur að síðu námskeiðsins liggur niðri. Síðasta "myndaglæran" var gömul hópmynd af gömlum vísindamönnum og Britney hafði verið klippt inná, útskýringin var sú að ekki væri alltaf hægt að trúa nútíma ljósmyndum.
Ég gat ekki trúað Dagnýju þegar hún var að segja mér frá þessu, en þegar ég kíkti á glærurnar eftir tímann þá sá ég myndirnar með eigin augum, reyndar ekki kossamyndina, var mér brugðið. Þar sem ég var ekki í tímanum þegar þetta gerðist þá get ég ekki sagt til um hvert samhengið var við þau rafmagnsfræði sem við erum að læra, en mér skilst líka að enginn annar hafi náð punktinum sem var viðstaddur. Þetta var aðeins upptalning á staðreyndum, persónuleg skoðun mín er að maðurinn sé karlremba og því hef ég lýst yfir oft áður. Núna er ég bara hissa.
Núna áðan sendi ég viðkomandi kennara Email, mér fannst það vera skylda mín, innihald þess verður ekki rætt frekar.
miðvikudagur, september 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli