Í gærkvöldi átti ég night off, það var frábært. Eftir vinnu fór ég í ríkið í fyrsta sinn í langan langan tíma og gekk beint að tuborg rekkanum. Um kvöldið hlotnaðist mér sá heiður að vera boðið á fund matgæðingaklúbbsins Pereneum sem gestur. Ég tók þeim mikla heiðri fagnandi og bjó til forláta ávaxtasalat (eða bara ávaxtasalat).
Áður en ég fór út spurði pabbi hvort ég ætlaði nokkuð að æla á eldhúsgólfið þegar ég kæmi heim. Síðan sagði mamma að annaðhvort yrði ég að vera komin heim fyrir hálf sex eða eftir því þá kæmi einhver kona sem ætlaði að fá far með þeim á flugvöllinn (en mamma fór til köben í morgun) því hún vildi ekki að konan sæi mig í annarlegu ástandi. Foreldraímyndir mínar hafa ekki mikið álit á mér.
Maturinn var ljúfengur og ég náði þeim áfanga að borða ávöxt sem farið hefur inn í ofn þegar ég borðaði applepie-ið hans Steina, reyndar var það mjög ljúfengt, þegar ég pæli í því þá hljómar ekkert voðalega vel fyrir mig að vera að tala um applepie-ið hans Steina en ég er bara telling it like it was. Eftir að hafa sopið öl og hlustað á gæðatónlist skruppum við í bæinn. Þar náði ég ekki að hitta alla sem mig langaði að hitta, í staðin þurfti ég að hlusta á svívirðingar um bílinn minn. Það hjálpaði ekki. Biggi skutlaði mér heim, ég var í senn þakklát og hissa.
Þegar ég kom heim ældi ég ekki á eldhúsgólfið, en ég vaknaði heldur ekki til að kveðja mömmu klukkutíma síðar sem er frekar leiðinlegt.
Á meðan mamma er ekki á landinu hef ég verið skipuð í hlutverk húsmóður. Það felst í því að kaupa hollan mat handa pabba, þvo skyrturnar hans og láta pabba borða holla matinn. Mikil ábyrgð fylgir þessu starfi.
sunnudagur, júní 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli