[Ömurlegi vinnudagurinn, hugsanlega of persónulegt til að blogga um en ég bara verð]
en fyrst smá undanfari. Um daginn byrjaði nýr strákur að vinna í búðinni. Þegar hann sótti um var hann með mjög áberandi hor í nefinu, hann sagði: "Er verslunarstjórinn við? Ég er nebbla að sækja um vinnu!"
Ég sagði: "Hún er inná skrifsofu hor" og benti í áttina að skrifsofunni
Hann: "Ha hvar????"
Ég: "hor hor hor hor þarna HOR!" og bendi betur.
Og þess vegna mun ég framvegis kalla hann horstrákinn.
Í dag kom það svo í mitt hlutskipti að vinna með horstráknum (sem by the way heitir Atli Viðar alveg eins og hann) frá eitt til ellefu. Um fjögurleitið gengu mæðgur inn í búðina, annar kassinn var bilaður og ég var að vesenast í að hringja í tölvukallinn og reyna að laga kassann. Dóttirin spyr mig hvar hún finni matarlit, ég man það ekki og kíki í eina hillu en hann er ekki þar og er að fara að kíkja í aðra og segi við hana "Gæti hann ekki verið hér!" Hún gengur pirruð í burtu af því ég fann sósulitinn ekki strax og segir frekar hátt við sjálfa sig "Þess vegna spyr maður!"
Ég fer aftur að kassanum og ákveð að bíða eftir tölvukallinum, sem sagðist ætla að koma bráðlega. Ég stend viðskiptavinarmegin við kassann að borða kleinuhring og fletta DV þegar móðirin kemur, blístrar asnalega og segir höstuglega við mig "Á kassa!" Ég sagði við hana "Það er hinn kassinn sem er opinn, þessi er bilaður." Hún gengur fúl að hinum kassanum, þar sem hún þurfti ekki að bíða neitt og skjálfhentur horstrákurinn afgreiðir hana. Þegar dóttirin álíka fúl og móðirin kemur að kassanum segir hún hátt við mig "Sósuliturinn er fundinn!!!!" Ég er orðin frekar pirruð á frekjunni í leiðinda skessunum og segi "Veistu hvað ég fæ á tímann? Mér er ekki borgað fyrir að vita nákvæmlega hvar hver einasti hlutur er." Ég er meira að segja mjög kurteis, mig langaði bara að benda þeim á að búðarfólki er ekki kennt neitt, engrar reynslu er krafist og launin eru ömurleg þannig að það basically þurfum við ekki að vita djakk sjitt. Leiðinda mæðgurar helltu sér báðar yfir mig, sögðu að maður yrði að vera "starfi sínu vaxinn" og héldu því fram að ég hefði "engann metnað" og "kæmist nú ekki langt á því". Dóttirin fór út í bíl á meðan móðirin borgaði, mamman skildi innkaupakerruna eftir á asnalegum stað svo að gamli maðurinn á eftir henni komst ekki að kassanum. Ég ákveð á aðstoða hann. Ég tók kerruna og tróð henni fram hjá kellingunni, svo hún rakst í hana.
Stuttu eftir að þær fara fer ég inn á lager og byrja að hágráta. Suma daga þá er skrápurinn miklu þynnri en aðra daga. Enda vissi ég þegar ég var að leggja af stað í vinnuna að ef það kæmi einhver of dónalegur kúnni í dag þá myndi ég ekki vera í ástandi til að höndla það, ég var allt of þreytt eftir vinnuna á föstudaginn og alla vikuna. Ég var búin að fá nóg og auðvitað þurfti akkurat í dag að koma dónalegt og frekt fólk, ekki alveg minn dagur.
Þegar skrúfað hafði verið frá tárunum þá gat ég ekki hætt. Þegar ég var að berjast við tárin ákvað horstrákurinn að fara í mat "Ég er sko ekki búinn að borða síðan klukkan ellefu!" Hann hefur örugglega orðið stressaður að sjá mig í svona miklu uppnámi og ákveðið að forða sér. Þetta var ömurlegt, þá fáu sem versluðu þennan hálftíma þurfti ég að afgreiða hágrátandi, með ekka. Flestir sögðu ekki neitt og hlupu út. Ein kona sem verslar þarna á hverjum degi var voða góð og reyndi að hugga mig. Síðan kom kona að versla sem reyndist vera trúnaðarmaður í einhverri búð og sagði mér að um leið og kúnninn talaði illa um mig persónulega þá mætti ég öskra til baka, hann mætti rakka búðina niður að vild án þess að ég gæti sagt neitt, en ef hann færi að rakka mig niður þá væri þetta orðið persónulegt. Trúnaðarmannakonan spjallaði við mig alveg þangað til horstrákurinn kom aftur úr pásunni sinni og ég komst í pásu. Ég grét samfleytt í tvo tíma, kláraði grenjuskammtinn alveg, enda var tími til kominn. Þá treysti ég mér loksins að hringja í Elínu og biðja hana að borða American Style með mér. Hún kom og ég tók mér langa langa pásu og þá var allt í lagi á eftir.
Roskilde eftir tvo daga!!!!!! :)
sunnudagur, júní 27, 2004
fimmtudagur, júní 24, 2004
Nú sem aldrei fyrr er tími til að blogga.
Ég fékk mér frí í vinnunni í kvöld og gat þess vegna keypt tjald og aðrar nauðsynjar fyrir væntanlega útilegu, sem var mjög gott.
Þetta fríkvöld mun engan veginn toppa þriðjudagskvöldið, sama hvað ég geri. Það kvöld var ég líka í fríi (það var ekki svona gaman í vinnunni). Ég og Svanhvít og Svenni ákváðum að fá okkur ís í dásamlegu veðri, það var mjög dásamlegt. Þegar ísinn var horfinn þá ákváðum við að fara í ísbíltúr, klukkutíma síðar vorum við á Þingvöllum. Ég var næstum búin að gleyma hvað það er gaman að keyra úti á þjóðvegum, það er æði, núna man ég það. Þegar við ókum fram hjá tjaldstæðinu stakk ég upp á að við myndum ræna tjaldi að eldri þýskum hjónum og sofa í því um nóttina, en sú uppástunga var snarlega felld. Í staðin keyrðum við alveg upp að Þingvallabæ og lögðum ofan á dauðum biskupum. Síðan röltum við að Flosagjá og Nikulásargjá og ætluðum að kasta klinki út í Nikulásargjá og óska okkur. Þar sem við áttum ekkert klink þá lét ég Svanhvíti fá 1/5 af þúsundkalli til að kasta út í, hún fleygði honum út í og hann flaut í burtu :( Ég komst að því að stígvél með hæl eru ekki bestu skórnir til að labba í úti í náttúrunni, en við löbbuðum samt um og kíktum ofan í gjárnar. Svenni veiddi könguló, þá var gaman. Þetta var fyrsta road trip sumarsins, may there be many to come...
Ég fékk mér frí í vinnunni í kvöld og gat þess vegna keypt tjald og aðrar nauðsynjar fyrir væntanlega útilegu, sem var mjög gott.
Þetta fríkvöld mun engan veginn toppa þriðjudagskvöldið, sama hvað ég geri. Það kvöld var ég líka í fríi (það var ekki svona gaman í vinnunni). Ég og Svanhvít og Svenni ákváðum að fá okkur ís í dásamlegu veðri, það var mjög dásamlegt. Þegar ísinn var horfinn þá ákváðum við að fara í ísbíltúr, klukkutíma síðar vorum við á Þingvöllum. Ég var næstum búin að gleyma hvað það er gaman að keyra úti á þjóðvegum, það er æði, núna man ég það. Þegar við ókum fram hjá tjaldstæðinu stakk ég upp á að við myndum ræna tjaldi að eldri þýskum hjónum og sofa í því um nóttina, en sú uppástunga var snarlega felld. Í staðin keyrðum við alveg upp að Þingvallabæ og lögðum ofan á dauðum biskupum. Síðan röltum við að Flosagjá og Nikulásargjá og ætluðum að kasta klinki út í Nikulásargjá og óska okkur. Þar sem við áttum ekkert klink þá lét ég Svanhvíti fá 1/5 af þúsundkalli til að kasta út í, hún fleygði honum út í og hann flaut í burtu :( Ég komst að því að stígvél með hæl eru ekki bestu skórnir til að labba í úti í náttúrunni, en við löbbuðum samt um og kíktum ofan í gjárnar. Svenni veiddi könguló, þá var gaman. Þetta var fyrsta road trip sumarsins, may there be many to come...
sunnudagur, júní 20, 2004
miðvikudagur, júní 16, 2004
Ég veit ekki hvaða bull ég ætti að fara að skrifa núna. Í kvöld er ég í fríi og ég náði varla að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera *dæs* það komu bara ruglubullu ættingjar í mat. Ég ákvað að drekka einn bjór og það dugði til að vera silly allan tíman meðan við borðuðum, þá meina ég aðeins meira silly en venjulega þegar þau koma í heimsókn.
Ég náði ekki að hitta neinn af vinum mínum í kvöld sem ég hef ekki hitt í marga daga eða neitt. Og það versta af öllu: L&O Criminal Intent var ekki í sjónvarpinu!!! Á að hirða allan stöðugleika úr lífi mínu í einu?? Þetta er ömurlegt. Ástandið lagaðist þó aðeins þegar ég las í tv-gædinum að Queer as folk yrði á dagskrá annað kvöld, annars hefði ég alveg farið yfirum.
Ég náði ekki að hitta neinn af vinum mínum í kvöld sem ég hef ekki hitt í marga daga eða neitt. Og það versta af öllu: L&O Criminal Intent var ekki í sjónvarpinu!!! Á að hirða allan stöðugleika úr lífi mínu í einu?? Þetta er ömurlegt. Ástandið lagaðist þó aðeins þegar ég las í tv-gædinum að Queer as folk yrði á dagskrá annað kvöld, annars hefði ég alveg farið yfirum.
þriðjudagur, júní 15, 2004
Undanfarna daga er margt búið að gerast, bæði skemmtilegt og leiðinlegt, erfitt og auðvelt. Um flest skal ekki fjallað hér.
Mamma kom heim frá útlöndum í gær (sunnudag, man ekki alveg hvaða dagur er) og hún gaf mér þrjá dvd diska. Við eigum reyndar ekki spilara, en diskarnir gefa til kynna að við ætlum að kaupa einn. Þá get ég farið að safna Simpson þáttum, jei, fyrstu seríuna á ég núna.
Góðar stundir
Mamma kom heim frá útlöndum í gær (sunnudag, man ekki alveg hvaða dagur er) og hún gaf mér þrjá dvd diska. Við eigum reyndar ekki spilara, en diskarnir gefa til kynna að við ætlum að kaupa einn. Þá get ég farið að safna Simpson þáttum, jei, fyrstu seríuna á ég núna.
Góðar stundir
sunnudagur, júní 06, 2004
Í gærkvöldi átti ég night off, það var frábært. Eftir vinnu fór ég í ríkið í fyrsta sinn í langan langan tíma og gekk beint að tuborg rekkanum. Um kvöldið hlotnaðist mér sá heiður að vera boðið á fund matgæðingaklúbbsins Pereneum sem gestur. Ég tók þeim mikla heiðri fagnandi og bjó til forláta ávaxtasalat (eða bara ávaxtasalat).
Áður en ég fór út spurði pabbi hvort ég ætlaði nokkuð að æla á eldhúsgólfið þegar ég kæmi heim. Síðan sagði mamma að annaðhvort yrði ég að vera komin heim fyrir hálf sex eða eftir því þá kæmi einhver kona sem ætlaði að fá far með þeim á flugvöllinn (en mamma fór til köben í morgun) því hún vildi ekki að konan sæi mig í annarlegu ástandi. Foreldraímyndir mínar hafa ekki mikið álit á mér.
Maturinn var ljúfengur og ég náði þeim áfanga að borða ávöxt sem farið hefur inn í ofn þegar ég borðaði applepie-ið hans Steina, reyndar var það mjög ljúfengt, þegar ég pæli í því þá hljómar ekkert voðalega vel fyrir mig að vera að tala um applepie-ið hans Steina en ég er bara telling it like it was. Eftir að hafa sopið öl og hlustað á gæðatónlist skruppum við í bæinn. Þar náði ég ekki að hitta alla sem mig langaði að hitta, í staðin þurfti ég að hlusta á svívirðingar um bílinn minn. Það hjálpaði ekki. Biggi skutlaði mér heim, ég var í senn þakklát og hissa.
Þegar ég kom heim ældi ég ekki á eldhúsgólfið, en ég vaknaði heldur ekki til að kveðja mömmu klukkutíma síðar sem er frekar leiðinlegt.
Á meðan mamma er ekki á landinu hef ég verið skipuð í hlutverk húsmóður. Það felst í því að kaupa hollan mat handa pabba, þvo skyrturnar hans og láta pabba borða holla matinn. Mikil ábyrgð fylgir þessu starfi.
Áður en ég fór út spurði pabbi hvort ég ætlaði nokkuð að æla á eldhúsgólfið þegar ég kæmi heim. Síðan sagði mamma að annaðhvort yrði ég að vera komin heim fyrir hálf sex eða eftir því þá kæmi einhver kona sem ætlaði að fá far með þeim á flugvöllinn (en mamma fór til köben í morgun) því hún vildi ekki að konan sæi mig í annarlegu ástandi. Foreldraímyndir mínar hafa ekki mikið álit á mér.
Maturinn var ljúfengur og ég náði þeim áfanga að borða ávöxt sem farið hefur inn í ofn þegar ég borðaði applepie-ið hans Steina, reyndar var það mjög ljúfengt, þegar ég pæli í því þá hljómar ekkert voðalega vel fyrir mig að vera að tala um applepie-ið hans Steina en ég er bara telling it like it was. Eftir að hafa sopið öl og hlustað á gæðatónlist skruppum við í bæinn. Þar náði ég ekki að hitta alla sem mig langaði að hitta, í staðin þurfti ég að hlusta á svívirðingar um bílinn minn. Það hjálpaði ekki. Biggi skutlaði mér heim, ég var í senn þakklát og hissa.
Þegar ég kom heim ældi ég ekki á eldhúsgólfið, en ég vaknaði heldur ekki til að kveðja mömmu klukkutíma síðar sem er frekar leiðinlegt.
Á meðan mamma er ekki á landinu hef ég verið skipuð í hlutverk húsmóður. Það felst í því að kaupa hollan mat handa pabba, þvo skyrturnar hans og láta pabba borða holla matinn. Mikil ábyrgð fylgir þessu starfi.
laugardagur, júní 05, 2004
þriðjudagur, júní 01, 2004
Ég elska að vinna mikið! Það er líklega bara vegna þess að ég hef alltaf alltaf verið í skóla. Þó maður er duglegur að læra og svoleiðis þá er það öðruvísi en vinna að því leiti að maður fær ávöxt erfiðisins í framtíðinni en ekki beinhörðum peningum. Ekki það að ég hafi fengið útborgað í dag, ég þurfti auðvitað að byrja á nýju launatímabili, asna-launatímabil.
Ég prufaði um daginn að setja inn mynd, jei það var ýkt gaman. Myndin er af mér að blása á kertin á 21 árs afmælisdaginn minn, það var 21 kerti á kökunni. Mér tókst að slökkva á 20, ég reyndi að sannfæra gestina um að síðasta kertið hafi verið hrekkjukerti til að halda andlitinu. Það er frekar ömurlegt að skilja eitt kerti eftir. Næsta mynd er af því mómenti.
Ég prufaði um daginn að setja inn mynd, jei það var ýkt gaman. Myndin er af mér að blása á kertin á 21 árs afmælisdaginn minn, það var 21 kerti á kökunni. Mér tókst að slökkva á 20, ég reyndi að sannfæra gestina um að síðasta kertið hafi verið hrekkjukerti til að halda andlitinu. Það er frekar ömurlegt að skilja eitt kerti eftir. Næsta mynd er af því mómenti.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)