Þegar ég bjó heima hjá mömmu og pabba var morgunmaturinn um helgar (og þegar ég þurfti ekki að mæta neitt) alltaf ótrúlega kósí. Ég ristaði mér 2 brauðsneiðar, raðaði osti jafnt á báðar og fékk mér kaffi. Þetta var borið fram í fallega desing bollastellinu hennar mömmu. Svo varði ég vanalega um 1.5 klst í að lesa vandlega Moggann og Fréttablaðið.
Hér á stúdentagarðinum mínum fæ ég mér hafragraut "eldaðan" í örbylgjuofni, neskaffi (með mjólk ef ég er heppinn) og sit svo fyrir framan tölvuna mína og les pdf útgáfur af Mogganum og Fréttablaðinu meðan ég slarfa kræsingunum í mig og reyni að sletta ekki útum allt (sérstaklega ekki á tölvuna).
Einhvern vegin næ ég ekki að skapa sömu kósíheit og heima...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ég er í sömu vandræðum.. þetta er óþolandi
Það hjálpar að eiga þjáningar-félaga :)
aawww .. aumingja Úa mín .. - samúðarknús frá lillill litlu frænku :)
ég er heldur ekki frá því að það myndi hjálpa að eiga eldhús ..ekki bara eldhús/stofu/gang
Takk lillill mín, það hjálpar. Knús!
Begga: Já eða eldhús sem er ekki með pöddum og 7 óhreinlegum íbúðafélögum. I feel your pain.
Skrifa ummæli