Ég var að rölta heim úr strætó núna í kvöld, rétt fyrir miðnætti, þegar ég rak upp stór augu. Ég sá ekki betur en að á móti mér rölti refur. Hann var stór miðað við refi sem ég hef séð heima svo að fyrst datt mér í hug að þetta væri eigandalaus hundur. En hann vakti nægilega mikla athygli til að ég skoðaði betur. Aðsvífandi kom hjólreiðamaður, hann tók líka eftir refnum (sem var við gangstéttarbrún), stoppaði og steig af hjólinu. Svo fór hann að segja ‘hello foxy’ (við refinn sko, ekki mig) með syngjandi rödd og reyna að fanga athygli rebba. Eftir smá stund kom bíll og refurinn fældist og hvarf inn í næsta húsasund. Ég hélt ég væri klikk (og hafi verið að ímynda mér refinn) svo ég spurði hjólreiðamanninn hvort þetta hafi í alvörunni verið refur. Hann svaraði:
Yes, an urban fox!
Svo hjólaði hann út í myrkrið...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég þekki gaur sem átti heima í London.
Hann var einusinni eltur af úlfi..líka í London.. það endaði ekki vel.. tjah.. það endaði sæmilega, en það var bögg
Hann heitir Harry Potter ef þú vilt fá ráðlegginar
Haha, urban fox! Í Gautaborg þykir eðlilegt að rekast á elgi og dádýr á vappi. Svo hefur sést til konu röltandi um með svín í bandi. Og þetta er sko ekkert lítill, sætur gríslingur. Þetta er HUGES göltur...
Já ég tek líka alltaf lestina á brautarpalli þrír og þrír fjórðu (eða eitthvað þannig), a.m.k. eftir að ég rakst á refinn... en já, láttu mig endilega fá númerið hjá HP.
Hef ekki séð gölt ennþá...
Skrifa ummæli