þriðjudagur, mars 11, 2008

Grikkir

Í prógramminu með mér eru allnokkrir Grikkir. Sumir þeirra eru alveg skemmtilegir, aðrir eru frekar skondnir. Það fyndna er að grísku strákarnir líta allir eins út, í byrjun átti ég í miklum erfiðleikum með að þekkja þá í sundur. Eftir smá tíma uppgötvaði ég hvernig væri gott að þekkja þá í sundur. Það vill svo heppilega til að einn Grikkinn lítur út alveg eins og grísk stytta, og allir hinir eru eins og örlítið afskræmdar útgáfur af honum. Það er eins og styttu-Grikkinn hafi verið steyptur úr móti en síðan hafi mótið beyglast aðeins áður en kom að því að steypa næsta, og svo alltaf beyglast meira eftir því sem fleiri voru búnir til. Til dæmis er einn langur og mjór, annar með aðeins fínlegri andlitsdrætti o.s.frv.

Til að rökstyðja mál mitt er hér mynd af styttu-Grikkjanum (t.v.) við hliðiná styttu (ókei brjóstmynd).

(mynd stolið af facebook)

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Ókei þú stalst myndinni. Var farin að ímynda mér aðstæðurnar: Þura: "Jú, stattu þarna, Apolopolous (eða hvað sem hann heitir), jú gerðu það, það er ógeðslega fyndið, þú ert nefnilega alveg eins og stytta. Jú, plís, það er geðveikt fyndið..."

Þura sagði...

Ehem já ég veit, sem betur fer er einhver til sem hugsar eins og ég og gerði þetta fyrir mig !!!