Um síðustu helgi fór ég í aðra útilegu sumarsins. Aðra í meiningunni númer tvö en ekki hina.
Við Svanhvít keyrðum af stað á laugardaginn, án þess að vera búnar að ákveða hvert við ætluðum. Ég átti að taka með kveikjara, tómata og kál. Þar af gleymdi ég kveikjara, tómötum og káli.
Við enduðum á Greifanum Akureyri, hvar annars staðar. Á leiðinni lærðum við að maður á að ræða alvarleg málefni meðan maður borðar rófur, ekki skemmtiefni.
Um kvöldið fórum við á tónleika með einni heitustu jazz hljómsveit Ástralíu, Snap Happy. Það var gaman, ég var alveg snap happy. Líka í eftirpartýinu.
Svo gerðum við fullt meira, löbbuðum til dæmis upp að skiltinu þar sem göngustígurinn byrjar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
geturu bloggað um þegar svanhvít sagði rass í ríkisútvarpinu (þ.e.a.s. ef það er bloggvert).
ah veit ekki hvort það sé bloggvert, athuga málið.
ég sagði einu sinni helvítis í útvarpinu...
Skrifa ummæli