Ég vaknaði um 4 leytið í nótt, gat ekki sofið. Greip bókina sem ég var að lesa. Hún lá á náttborðinu.
Mér varð mjög brugðið þegar það rann upp fyrir mér að bókin var á þýsku.
Ég tala ekki þýsku, les ekki þýsku, hef aldrei gert.
Mér datt helst í hug að ég hefði færst til í tíma og rúmi og hefði nú vaknað í Berlín 1989. Þá leit ég á næstu blaðsíðu, hún var á íslensku.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í Reykjavík, en ég vissi ekki hvernig ég ætti að athuga hvaða ár væri. Ég ákvað að bíða með það og náði að sofna.
Þegar ég mætti í vinnuna í morgun kíkti ég á mbl.is og sá að árið er ennþá 2007, alveg eins og í gær.
Hjúkk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þá veit maður hvað þú gerir í vinnunni.
Kíkti á mbl.is KÍKTI !
Skrifa ummæli