þriðjudagur, nóvember 28, 2006
föstudagur, nóvember 24, 2006
Rapid blogging
eða el bloggo rapidio eins og Ítalarnir mundu segja.
Hvað ætli ég fái mörg sms á milli 5 og 6 í dag með innihaldi ca "Ertu byrjuð að drekka?" ? Það verður spennandi að sjá.
Annars er bara Soul Glo að frétta. Soul Glo allt... Jæja best að láta sál mína ljóma.
Hvað ætli ég fái mörg sms á milli 5 og 6 í dag með innihaldi ca "Ertu byrjuð að drekka?" ? Það verður spennandi að sjá.
Annars er bara Soul Glo að frétta. Soul Glo allt... Jæja best að láta sál mína ljóma.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Ég las auglýsingu í gær í Fréttablaðinu. Ég man ekki í dag hvað var verið að auglýsa (þótt gullfiskaminnið sé á túrbó) en það sem mér fannst merkilegt var að það var talað um að America´s Next Top Model væri "konuþáttur". Ég hefði kannski ekki hinkrað við þessa staðhæfingu hefði ég ekki einmitt verið að spjalla við 4 stráka / menn í hádeginu um daginn um þennan sama þátt. Það sem kom á daginn í spjallinu var að af okkur 5 (mér og 4 strákum mönnum á aldrinum ca. 25 - 45) þá var ég eina manneskjan sem sem fylgdist EKKI með ANTM. Nei ókei, núna fer ég frjálslega með staðreyndir, einn af þeim neitaði staðfastlega að hafa nokkurntíman fylgst með þættinum. Samt, miðað við þetta úrtak, ef ég væri að vinna úr tölfræði um áhorfendahóp ANTM, þá fylgjast 75% karla með þættinum en 0% kvenna.
How do you like them apples?
Talandi um, núna er ég orðin "tískudrós" fyrirtækisins (þá gröf gróf ég víst sjálf) og var að því tilefni bent á þessa geeeeeeðveiku mynd:
How do you like them apples?
Talandi um, núna er ég orðin "tískudrós" fyrirtækisins (þá gröf gróf ég víst sjálf) og var að því tilefni bent á þessa geeeeeeðveiku mynd:
Mér dettur ekkert annað í hug en hreindýrapeysan hans Mr. Darcy í jólaboðinu í Bridget Jones (fyrri myndinni).
Til að viðhalda þeirri ímynd (þ.e. tískudrósar) er ég farin að leggja mig í líma við að lesa www.people.com daglega, ásamt auðvitað www.arsenal.com en það er ekki tískutengt.
Vá, alveg óvart er ég gjörsamlega að toppa sjálfa mig. Hversu "kvenleg" getur ein færsla orðið; ANTM, Beckham hjónin, Bridget Jones og people.com! Ekki alveg atriðin sem eru efst listanum yfir efni til að blogga um... ef að þetta er ekki metnaður...
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Dæmigerð stund í vinnunni
Þetta gerðist t.d. í dag:
[Partýherbergið: Beggi og Þura sitja djúpt sokkin í vinnu við tölvurnar sínar.]
Þura:
"Hei Beggi, ljóðastund?"
Beggi:
"Tékk!" [smá þögn] "Eða eins og Jens mundi orða það: JÁ!"
Þura:
"Bahahahahahahaha haha"
Beggi:
"Þura, þetta var ekki svona fyndið."
[Enter Jens]
Þura:
"Bahahaha hahaha haha..."
Jens:
"Er hún alltaf svona?"
Beggi:
"Já... ég meina tékk."
Þura:
"Sko... eh... bahahahaha..."
[Exit Jens]
Beggi:
"Þura þú ert klikkuð."
[Bæði snúa sér aftur að tölvuskjánum]
Endir
[Partýherbergið: Beggi og Þura sitja djúpt sokkin í vinnu við tölvurnar sínar.]
Þura:
"Hei Beggi, ljóðastund?"
Beggi:
"Tékk!" [smá þögn] "Eða eins og Jens mundi orða það: JÁ!"
Þura:
"Bahahahahahahaha haha"
Beggi:
"Þura, þetta var ekki svona fyndið."
[Enter Jens]
Þura:
"Bahahaha hahaha haha..."
Jens:
"Er hún alltaf svona?"
Beggi:
"Já... ég meina tékk."
Þura:
"Sko... eh... bahahahaha..."
[Exit Jens]
Beggi:
"Þura þú ert klikkuð."
[Bæði snúa sér aftur að tölvuskjánum]
Endir
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
mánudagur, nóvember 13, 2006
Ítarefni, fyrir áhugasama
Ég var búin að skrifa voða fína og nákvæma frásögn af helgarferðinni til London. Þar stóð hvernig hver dagur fyrir sig gekk fyrir sig, og undirstrikar allt það sem mér fannst sérstaklega eftirtektarvert. Síðan þegar ég las þessa snyrtilegu frásögn yfir fattaði ég að hún skilaði ekki til þeirri gleði stemningu og þeim góða fíling sem var ráðandi í ferðinni. Ég hætti snarlega við að birta þá frásögn. Í staðin ætla ég að birta lista yfir helstu persónur Njálu og innbyrðis tengsla þeirra helstu. Nei annars, það getur ekki verið besta leiðin til að koma London á blað.
[dwarfs and midgets]
Fyrsta daginn, inni á fyrsta pöbbnum sem við gengum inn á í London var dvergur. Hvað er ekki gott við bar með dverg? Tja, það voru engin sæti laus. Nokkrum börum síðar fórum við á Mamma Mia! söngleikinn. Sætin okkar voru tryllt, ísinn í hléinu var trylltari, showið var trylltast.
Eftir nokkra daga stórborginni náðum við að tegra jöfnuna sem fjallar um samband innbyrgðs áfengis og kílóa keyptra flíka. Ekki kemur gríðarlega á óvart að það samband er neikvætt, en að það sé línulegt kemur ef til vill einhverjum á óvart.
Á fimmtudagskvöldinu borðuðum við kvöldmat með fleirum á skemmtilegum austurlenskum veitingastað, Shish á Old Street. Við fengum okkur allar afganskan kjúkling og epla mojito. Þetta var eitt af þeim skiptum sem ég varð virkilega sár yfir hversu lítið ég get borðað áður en ég verð södd. Það kvöld endaði á skemmtistaðnum Mother þar sem ég tók myndir af fullt af fólki sem mér fannst skemmtilegt í útliti. (Sjá flickr.com)
Það er dáldið skemmtilegt að segja frá því þegar við borðuðum á ítalska veitingastaðnum á föstudagskvöldinu. Við vorum lúnar eftir langan dag og fórum frekar seint út að borða. Borðið okkar var í kósý horni á kósý veitingastað sem hét (að ég held) Ristorante Italiano Air Conditioned. Þjónninn okkar (ekki ómyndarlegur strákur, suðrænn í útliti) byrjaði strax að vera vandræðalegur við okkur af engri augljósri ástæðu. Þegar við síðan pöntuðum vín af einhverjum öðrum þjóni þá varð hann sár út í okkur. Allt kvöldið var það örlítið pínlegt þegar hann kom til okkar, og það var ekki allt mér að kenna. Þegar fór að sjást í botninn á vínflöskunni fórum við í mönunarleikinn, sem er aldrei góð hugmynd þegar ég er með (sbr. megum við líka sjá myndina á kortinu). Eitt skiptið þegar þjónninn kom spurði ég hann “Excuse, have we met before?” Allt í einu þóttist hann ekki skilja ensku lengur og stamaði eitthvað “Eh ah sorry, I don´t understand what you are saying!” Ég sagði “You look so familiar, I think maybe I have seen you somewhere before?” Í rauninni gekk mest af mönunarleiknum út á það að trufla greyið þjóninn í vinnunni, það gekk ágætlega.
Við versluðum við meðal annars á Portobello markaðnum. Ég og Erna vorum yfir okkur hrifnar (það var gefið að Sella yrði yfir sig hrifin svo það er óþarfi að taka það fram). Við röltum á milli hönnuða og handlékum falleg föt og flotta skartgripi. Við fengum samt ekki 5 fingra afslátt. Spitafield markaðurinn fannst mér líka æðislega skemmtilegur.
Á laugardagskvöldinu fórum við á tónleika með zero7 sem var gaaaaaman. Það kvöld lærðum við líka hvernig á að komast heim af djamminu í London the hard way.
Humm ha já, tímasetning er allt.
Ég var búin að skrifa voða fína og nákvæma frásögn af helgarferðinni til London. Þar stóð hvernig hver dagur fyrir sig gekk fyrir sig, og undirstrikar allt það sem mér fannst sérstaklega eftirtektarvert. Síðan þegar ég las þessa snyrtilegu frásögn yfir fattaði ég að hún skilaði ekki til þeirri gleði stemningu og þeim góða fíling sem var ráðandi í ferðinni. Ég hætti snarlega við að birta þá frásögn. Í staðin ætla ég að birta lista yfir helstu persónur Njálu og innbyrðis tengsla þeirra helstu. Nei annars, það getur ekki verið besta leiðin til að koma London á blað.
[dwarfs and midgets]
Fyrsta daginn, inni á fyrsta pöbbnum sem við gengum inn á í London var dvergur. Hvað er ekki gott við bar með dverg? Tja, það voru engin sæti laus. Nokkrum börum síðar fórum við á Mamma Mia! söngleikinn. Sætin okkar voru tryllt, ísinn í hléinu var trylltari, showið var trylltast.
Eftir nokkra daga stórborginni náðum við að tegra jöfnuna sem fjallar um samband innbyrgðs áfengis og kílóa keyptra flíka. Ekki kemur gríðarlega á óvart að það samband er neikvætt, en að það sé línulegt kemur ef til vill einhverjum á óvart.
Á fimmtudagskvöldinu borðuðum við kvöldmat með fleirum á skemmtilegum austurlenskum veitingastað, Shish á Old Street. Við fengum okkur allar afganskan kjúkling og epla mojito. Þetta var eitt af þeim skiptum sem ég varð virkilega sár yfir hversu lítið ég get borðað áður en ég verð södd. Það kvöld endaði á skemmtistaðnum Mother þar sem ég tók myndir af fullt af fólki sem mér fannst skemmtilegt í útliti. (Sjá flickr.com)
Það er dáldið skemmtilegt að segja frá því þegar við borðuðum á ítalska veitingastaðnum á föstudagskvöldinu. Við vorum lúnar eftir langan dag og fórum frekar seint út að borða. Borðið okkar var í kósý horni á kósý veitingastað sem hét (að ég held) Ristorante Italiano Air Conditioned. Þjónninn okkar (ekki ómyndarlegur strákur, suðrænn í útliti) byrjaði strax að vera vandræðalegur við okkur af engri augljósri ástæðu. Þegar við síðan pöntuðum vín af einhverjum öðrum þjóni þá varð hann sár út í okkur. Allt kvöldið var það örlítið pínlegt þegar hann kom til okkar, og það var ekki allt mér að kenna. Þegar fór að sjást í botninn á vínflöskunni fórum við í mönunarleikinn, sem er aldrei góð hugmynd þegar ég er með (sbr. megum við líka sjá myndina á kortinu). Eitt skiptið þegar þjónninn kom spurði ég hann “Excuse, have we met before?” Allt í einu þóttist hann ekki skilja ensku lengur og stamaði eitthvað “Eh ah sorry, I don´t understand what you are saying!” Ég sagði “You look so familiar, I think maybe I have seen you somewhere before?” Í rauninni gekk mest af mönunarleiknum út á það að trufla greyið þjóninn í vinnunni, það gekk ágætlega.
Við versluðum við meðal annars á Portobello markaðnum. Ég og Erna vorum yfir okkur hrifnar (það var gefið að Sella yrði yfir sig hrifin svo það er óþarfi að taka það fram). Við röltum á milli hönnuða og handlékum falleg föt og flotta skartgripi. Við fengum samt ekki 5 fingra afslátt. Spitafield markaðurinn fannst mér líka æðislega skemmtilegur.
Á laugardagskvöldinu fórum við á tónleika með zero7 sem var gaaaaaman. Það kvöld lærðum við líka hvernig á að komast heim af djamminu í London the hard way.
Humm ha já, tímasetning er allt.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Fallega fólkið með fallega hárið
Some people have such beautiful hair, I didn´t pay them to pose, honest.
Originally uploaded by Þura.
Þessi þrjú hitti ég á skemmtistað í London á dögunum. Ég horfði svo mikið á hárið á stráknum að ég varð að fá að taka mynd af þeim. Eftir á kom dökkhærða stelpan aftur til mín og spurði hvers vegna ég hafði tekið myndina. Ég lýsti yfir aðdáun minni á hárinu þeirra allra og það tók hún strax gott og gilt.
Hún hlýtur að fá svona athugasemdir oft.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)