Ég er handviss um að lesendur eru hundleiðir á að lesa um það sem ég geri, svo að í dag ætla ég að brydda upp á nýjung. Ég ætla að skrifa um hvernig helgin var hjá foreldrum mínum.
Á laugardaginn fóru þau í göngutúr fyrir hádegi. Síðan komu þau heim og fengu sér hádegismat. Eftir hádegismatinn fóru þau á námskeið í Bústaðakirkju sem hét Coping with Senility, mér skildist á þeim að það hefði verið fínt. Um kvöldið fóru þau tvö saman út að borða. Ég veit ekki hvað þau eru búin að vera að gera í dag.
Helgin mín var annars fanta góð. Nema atvikið þegar það kviknaði í snakk-skálinni. En ég meina hei, það hefði getað verið Þorsteinn Pálsson.
sunnudagur, júlí 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Það hefði alltaf getað verið verra, það hefði getað verið Þorsteinn Pálsson... (ég er akkúrat núna að lesa leiðara eftir ÞP!... tilviljun?)
Góð helgi... toppskemmtun í gær!
*grát grát*
*sniff sniff*
*hóst hóst*
Mamma mín tók til í garðinum í gær og pabbi horfði á American Beauty á milli þess sem hann lagði sig.
Gaman að þessu.
Það hefur enginn komið með kommentið sem ég var að fiska eftir... held samt að Elín hafi hugsað það.
Svanhvít: Nafnið Þorsteinn Pálsson hefur enga merkingu fyrir mér, mér bara finnast karlmannsnöfn með orðunum 'þor' eða 'steinn' í svo flott.
Elín: Sjá að ofan.
Atli: Þau blogga þriðja hvern dag á settid.blogspot.com
Sara: Já, foreldrar eru líka fólk.
Eins gott að það kviknaði ekki í Þorsteini Pálssyni. Talandi um að drepa partýið.
Foreldrar mínir eru nú bara að flatmaga á ströndinni með kokteila.
Ég á gullskó :)
oooh, ég man þegar ég eignaðist gullskó í fyrsta sinn.
Manndómsvígsla, of a sort.
Skrifa ummæli