Bara taka það fram, síðasta færsla var bara til að skrifa eitthvað, það gerðist ekkert merkilegt, ég bara var að syngja eins asni fyrir utan einhvern skemmtistað um nótt... með fyrrgreindum afleiðingum.
Til að hafa bókhaldið í lagi:
Vika 3 (síðasta vika) menningarviðburður:
Ég ætla að flokka útgáfutónleika Ókindar í Þjóðleikhúskjallaranum sem fulltíða menningaratburð. Ég skemmti mér mjög vel, platan var skemmtileg. Mr Silla hitaði upp... hitaði upp gerði Mr Silla. Gott kvöld.
[leiðinlegt]
Ég er tótallí í blogg-lægð þessa dagana, ætla bara að blogga leiðinlega þangað til ég kemst aftur í stuð, ef einhverntíman.
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
mánudagur, febrúar 27, 2006
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Svar við opnu bréfi stíluðu á mig, Þuríði Helgadóttur, sem birtist á síðu Elínar I. Magnúsdóttur þann 17. febrúar 2006
Ágæti bréfritari,
Ég þakka þér fyrir að koma skoðun þinni á framfæri á svo smekklegan og fínlegan hátt sem þú hefur gert. Ég hef tekið ummæli þín til umhugsunar og eftirfarandi eru mín viðbrögð:
Við búum í landa málfrelsis og tjáningarfrelsis þannig að ég sé mig á engan hátt knúna til að minnka umræður um áfengismál á síðu minni. Varðandi kynferðismál þá er aðeins vísað óbeint til þeirra stöku sinnum og þá á tvíræðan hátt þannig einnig má túlka annað úr skrifunum. Ef að þú, eða aðrir lesendur, hneykslast á skrifum mínum þá getur þú beint blogg áhuga þínum annað.
Þú spyrð líka hvernig ég ætli að ná í mannsefni og vísar í orð manneskju sem hefur mesta sorakjaft sem ég þekki til. Mér finnst þessi röksemdafærsla ekki vera máli þínu til stuðnings og ætti því ekki að hafa fyrir því að svara spurningunni. Hins vegar er þetta skemmtileg spurning og besta svarið sem ég hef er að það séu mín örlög að deyja ein því ekki hef ég fundið gott efni í mann síðasta áratuginn og sé ekki fram á að næsti áratugur verði lukkuvænni.
Ég vona að þetta hafi verið fullnægjandi svar.
mbk
Þuríður Helgadóttir (ein með ljótan munnsöfnuð)
Ágæti bréfritari,
Ég þakka þér fyrir að koma skoðun þinni á framfæri á svo smekklegan og fínlegan hátt sem þú hefur gert. Ég hef tekið ummæli þín til umhugsunar og eftirfarandi eru mín viðbrögð:
Við búum í landa málfrelsis og tjáningarfrelsis þannig að ég sé mig á engan hátt knúna til að minnka umræður um áfengismál á síðu minni. Varðandi kynferðismál þá er aðeins vísað óbeint til þeirra stöku sinnum og þá á tvíræðan hátt þannig einnig má túlka annað úr skrifunum. Ef að þú, eða aðrir lesendur, hneykslast á skrifum mínum þá getur þú beint blogg áhuga þínum annað.
Þú spyrð líka hvernig ég ætli að ná í mannsefni og vísar í orð manneskju sem hefur mesta sorakjaft sem ég þekki til. Mér finnst þessi röksemdafærsla ekki vera máli þínu til stuðnings og ætti því ekki að hafa fyrir því að svara spurningunni. Hins vegar er þetta skemmtileg spurning og besta svarið sem ég hef er að það séu mín örlög að deyja ein því ekki hef ég fundið gott efni í mann síðasta áratuginn og sé ekki fram á að næsti áratugur verði lukkuvænni.
Ég vona að þetta hafi verið fullnægjandi svar.
mbk
Þuríður Helgadóttir (ein með ljótan munnsöfnuð)
laugardagur, febrúar 18, 2006
Skandall!
Í gær var sameiginleg vísindaferð véla- og iðnaðarverkfræðinema og hagfræðinema í Íslandsbanka. Voða gaman. Maðurinn sjálfur Bjarni Ármannsson talaði og síðan hagfræðingur sem dissaði verkfræðinga og loks verkfræðingur sem dissaði hagfræðinema. Jakkalakkar, áfengi, gefins usb-lyklar og fleira skemmtilegt.
Þegar komið var á Pravda til að drekka ókeypis bjórinn var drykkjukeppni milli verkfræði- og hagfræðinema... og að sjálfsögðu tók ég þátt fyrir hönd Vélarinnar. Það voru ég, Fjalarr og tveir fyrsta árs nemar á móti fjórum hávöxnum hagfræðinemum með breiðar axlir. Til að gera stutta sögu enn styttri þá ætla ég bara að segja að allir strákarnir gátu stútað sínum bjór í einum sopa án þess að kyngja... ég drakk minn (og þurfti að kyngja honum) þannig að hagfræðinemar unnu og mannorð mitt fór í vaskinn. Veit ekki hvort ég þori að láta sjá mig uppi í skóla framar :/
Í gær var sameiginleg vísindaferð véla- og iðnaðarverkfræðinema og hagfræðinema í Íslandsbanka. Voða gaman. Maðurinn sjálfur Bjarni Ármannsson talaði og síðan hagfræðingur sem dissaði verkfræðinga og loks verkfræðingur sem dissaði hagfræðinema. Jakkalakkar, áfengi, gefins usb-lyklar og fleira skemmtilegt.
Þegar komið var á Pravda til að drekka ókeypis bjórinn var drykkjukeppni milli verkfræði- og hagfræðinema... og að sjálfsögðu tók ég þátt fyrir hönd Vélarinnar. Það voru ég, Fjalarr og tveir fyrsta árs nemar á móti fjórum hávöxnum hagfræðinemum með breiðar axlir. Til að gera stutta sögu enn styttri þá ætla ég bara að segja að allir strákarnir gátu stútað sínum bjór í einum sopa án þess að kyngja... ég drakk minn (og þurfti að kyngja honum) þannig að hagfræðinemar unnu og mannorð mitt fór í vaskinn. Veit ekki hvort ég þori að láta sjá mig uppi í skóla framar :/
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Vika 2, menningaratburður:
Á mánudagskvöldið mætti ég í bókaklúbb. Þar voru saman komnar nokkrar eðal meyjar. Við ræddum bókina 11 mínútur eftir Paulo Coelho. Hún hefst á orðunum Einu sinni var vændiskona sem hét María. Það segir dáldið mikið um bókina, falleg en jafnframt klúr.
[daglegt líf]
Ég er búin að upplifa mikinn skólaleiða það sem af er af þessari önn. Fresta því að læra þetta og hitt, vera alltof þreytt, meika ekki að opna skólabækurnar. Í dag kom skuldadagur, 20% próf, 10% kynning og töfludæmi. Þegar ég eyddi stórum hluta gærkvöldsins í að googla Brad Pitt, geek og fleira skemmtilegt leið mér ekki eins og ég væri að besta tímann minn... en ég var að því! (Til upprifjunar þá er ég ennþá í verkfræði.)
Á mánudagskvöldið mætti ég í bókaklúbb. Þar voru saman komnar nokkrar eðal meyjar. Við ræddum bókina 11 mínútur eftir Paulo Coelho. Hún hefst á orðunum Einu sinni var vændiskona sem hét María. Það segir dáldið mikið um bókina, falleg en jafnframt klúr.
[daglegt líf]
Ég er búin að upplifa mikinn skólaleiða það sem af er af þessari önn. Fresta því að læra þetta og hitt, vera alltof þreytt, meika ekki að opna skólabækurnar. Í dag kom skuldadagur, 20% próf, 10% kynning og töfludæmi. Þegar ég eyddi stórum hluta gærkvöldsins í að googla Brad Pitt, geek og fleira skemmtilegt leið mér ekki eins og ég væri að besta tímann minn... en ég var að því! (Til upprifjunar þá er ég ennþá í verkfræði.)
mánudagur, febrúar 13, 2006
3. dagur í bömmer
Í dag er mánudagur þannig að ég hlýt að vera með bömmer yfir föstudagskvöldinu.... ennþá. Ég er að vona að það hafi bara verið út af því að ég talaði dáldið mikið við einn kennarann á kennarafagnaðinum.
Annars lýsi ég eftir vitnum sem sáu mig gera eitthvað af mér á föstudagskvöldið! (Sveinbjörn má ekki vera með)
Það var samt heví gaman á föstudaginn :) Leikir sem var farið í:
*Teygjuleikurinn, allir byrjuðu með eina teygju og áttu síðan að vinna teyjgjur af hinum með því að láta þá segja já, sko, ógeðslega eða verkfræði.
*Borðaleikurinn, mitt borð átti til dæmis að spyrja Sigga Brynjólfs (deildarforseta verkfræðideildar) út í smáatriði vísindagarða. Við drógum hann nokkrum sinnum upp í pontu.
*ÓPP, það er reyndar maður en ekki leikur, en hann var hress.
*Spurningakeppni milli 3. árs nema og mastersnema sem 3. árið vann örugglega
*Drykkjukeppni milli nemenda og kennara (sem við Erna sáum um) og nemendur unnu.... vei.
*Sing Star, fylgdist ekkert voða mikið með því, var þá farin að drekka fyrir alvöru.
*Sella Nótt (segir sig sjálft)
*Man ekki hvort ég sé að gleyma einhverju...
Maturinn var góður, bjórinn var góður, skórnir meiddu ekki, hárið afsléttaðist.
Þegar partýið var búið var haldið í bæinn að dansa... og meira stuð. Daginn eftir vaknaði ég klukkan 9... FULL.
Í dag er mánudagur þannig að ég hlýt að vera með bömmer yfir föstudagskvöldinu.... ennþá. Ég er að vona að það hafi bara verið út af því að ég talaði dáldið mikið við einn kennarann á kennarafagnaðinum.
Annars lýsi ég eftir vitnum sem sáu mig gera eitthvað af mér á föstudagskvöldið! (Sveinbjörn má ekki vera með)
Það var samt heví gaman á föstudaginn :) Leikir sem var farið í:
*Teygjuleikurinn, allir byrjuðu með eina teygju og áttu síðan að vinna teyjgjur af hinum með því að láta þá segja já, sko, ógeðslega eða verkfræði.
*Borðaleikurinn, mitt borð átti til dæmis að spyrja Sigga Brynjólfs (deildarforseta verkfræðideildar) út í smáatriði vísindagarða. Við drógum hann nokkrum sinnum upp í pontu.
*ÓPP, það er reyndar maður en ekki leikur, en hann var hress.
*Spurningakeppni milli 3. árs nema og mastersnema sem 3. árið vann örugglega
*Drykkjukeppni milli nemenda og kennara (sem við Erna sáum um) og nemendur unnu.... vei.
*Sing Star, fylgdist ekkert voða mikið með því, var þá farin að drekka fyrir alvöru.
*Sella Nótt (segir sig sjálft)
*Man ekki hvort ég sé að gleyma einhverju...
Maturinn var góður, bjórinn var góður, skórnir meiddu ekki, hárið afsléttaðist.
Þegar partýið var búið var haldið í bæinn að dansa... og meira stuð. Daginn eftir vaknaði ég klukkan 9... FULL.
laugardagur, febrúar 11, 2006
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Hjartans mál...!
(1) Ég horfði á söngvakeppni sjónvarpsins í gær gagngert til að sjá Silvíu Nótt. Fyrir framan skjáinn sátum ég, mamma og pabbi, öll yfirlýstir Silvíu aðdáendur. Þegar atriðið hennar byrjaði vorum við orðin nokkuð spennt, og ég held að þau hafi hlegið meira en ég. Þegar dansararnir Hommi og Nammi birtust ætlaði allt að tryllast, mamma kallaði "Þura, sjáðu þarna eru þeir, Hommi og Nammi...! he he he" Og þegar atriðið var búið stóð pabbi upp og sagðist vorkenna næsta atriði á eftir.
Niðurstaða: Silvía, Hommi og Nammi fengu sitt atkvæðið hvert frá mínu heimili og ég verð fyrir vonbrigðum ef þau verða ekki send í keppnina úti.
Andans mál...!
(2) Talandi um menningu... Ég er búin að ákveða að cúltur-væðast á markvissan hátt. Þetta merkir ekki að ég ætli að skipta út skífusímanum fyrir þráðlausan (?) heldur ætla ég sækja list- og menningaratburði tíðar en áður hefur gerst. Þetta merkir að ég ætla að gera eitthvað sem ég flokka sem menningarlegt í viku hverri. Reyndar er þetta í annað sinn sem ég tek þessa ákvörðun því einhvern tíman fyrir áramót stefndi ég að sama markmiði, en þegar ég drukknaði í vinnu tapaðist sú ákvörðun í hafdýpi vonleysis ásamt svo mörgum öðrum.
Menningar-tilraun þessarar viku var ferð á Listasafn ASÍ. Þar var síðast dagur samsýningar tveggja listamanna og tveggja hönnuða, alls konar svona form og litir. Það sem sjokkeraði mig aðallega var verðlistinn.
Sálarinnar mál...!
(3) Ég veit ekki alveg hvernig maður ræktar sálina, en ég veit að það fer ekki vel með mína litlu sál að lokaþáttur House er búinn. Ég var orðin alveg háð honum.
Ekki mitt mál...!
(4) Ég er mikill aðdáanda auglýsinga, sérstaklega sjónvarpsauglýsinga. Þegar ég fer aftur að horfa á sjónvarp eftir að hafa tekið mér nokkra vikna pásu finnst mér auglýsingahléin oftast skemmtilegri heldur en einhverjir þættir sem ég horfi á. Þegar ég horfi reglulega á sjónvarp og sé sömu auglýsingarnar trekk í trekk þá fæ ég ógeð eins og hver annar.
Mér finnst gaman að fylgjast með auglýsinga tískunni þ.e. hvernig auglýsingar eru algengastar á hverjum tíma. Núna er til dæmis búið að vera í nokkrar vikur tímabil væminna auglýsinga. Það er auglýsingar sem sýna á grátbroslegan hátt mannlegu þættina í umhverfi okkar og minna mann á að það eru litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Tónlistin undir er velgjulega væmin og í lokin kemur lógó risa-fyrirtækis ásamt hnyttnum frasa sem gefur til kynna að stórfyrirtækinu sé ekki sama um litla manninn og hugsi um fleira en að græða bara ógeðslega mikla peninga.
Gott dæmi um svona auglýsingu er kona sem gefur manni sínum pakka, hann opnar pakkann og tekur upp hawaii skirtu. Maðurinn er ýkt ánægður, kyssir konuna og hengir skirtuna síðan í fataskápinn sinn sem er fullur af hawaii skirtum. Síðan kemur línan "Vísa, nýr dagur -ný tækifæri" Fleiri álíka væmnar auglýsingar eru í þessari herferð (er það rétta orðið?) frá Visa. Ást er... auglýsingin frá einhverju tryggingafélaginu er í sama stíl sem og Takk auglýsingarnar frá happdrættinu sem ég man ekki hvað heitir (Takk fyrir að gefa okkur lengri tíma saman o.fl.).
Samantekt: Ég er komin með nóg af væmnu-auglýsinga tískunni. Það er kominn tími á nýtt þema. Og ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á auglýsingum!
Nú er mér mál...!
(5) Vá, náði einhver að lesa alla leið niður í atriði 5. Magnað.
(1) Ég horfði á söngvakeppni sjónvarpsins í gær gagngert til að sjá Silvíu Nótt. Fyrir framan skjáinn sátum ég, mamma og pabbi, öll yfirlýstir Silvíu aðdáendur. Þegar atriðið hennar byrjaði vorum við orðin nokkuð spennt, og ég held að þau hafi hlegið meira en ég. Þegar dansararnir Hommi og Nammi birtust ætlaði allt að tryllast, mamma kallaði "Þura, sjáðu þarna eru þeir, Hommi og Nammi...! he he he" Og þegar atriðið var búið stóð pabbi upp og sagðist vorkenna næsta atriði á eftir.
Niðurstaða: Silvía, Hommi og Nammi fengu sitt atkvæðið hvert frá mínu heimili og ég verð fyrir vonbrigðum ef þau verða ekki send í keppnina úti.
Andans mál...!
(2) Talandi um menningu... Ég er búin að ákveða að cúltur-væðast á markvissan hátt. Þetta merkir ekki að ég ætli að skipta út skífusímanum fyrir þráðlausan (?) heldur ætla ég sækja list- og menningaratburði tíðar en áður hefur gerst. Þetta merkir að ég ætla að gera eitthvað sem ég flokka sem menningarlegt í viku hverri. Reyndar er þetta í annað sinn sem ég tek þessa ákvörðun því einhvern tíman fyrir áramót stefndi ég að sama markmiði, en þegar ég drukknaði í vinnu tapaðist sú ákvörðun í hafdýpi vonleysis ásamt svo mörgum öðrum.
Menningar-tilraun þessarar viku var ferð á Listasafn ASÍ. Þar var síðast dagur samsýningar tveggja listamanna og tveggja hönnuða, alls konar svona form og litir. Það sem sjokkeraði mig aðallega var verðlistinn.
Sálarinnar mál...!
(3) Ég veit ekki alveg hvernig maður ræktar sálina, en ég veit að það fer ekki vel með mína litlu sál að lokaþáttur House er búinn. Ég var orðin alveg háð honum.
Ekki mitt mál...!
(4) Ég er mikill aðdáanda auglýsinga, sérstaklega sjónvarpsauglýsinga. Þegar ég fer aftur að horfa á sjónvarp eftir að hafa tekið mér nokkra vikna pásu finnst mér auglýsingahléin oftast skemmtilegri heldur en einhverjir þættir sem ég horfi á. Þegar ég horfi reglulega á sjónvarp og sé sömu auglýsingarnar trekk í trekk þá fæ ég ógeð eins og hver annar.
Mér finnst gaman að fylgjast með auglýsinga tískunni þ.e. hvernig auglýsingar eru algengastar á hverjum tíma. Núna er til dæmis búið að vera í nokkrar vikur tímabil væminna auglýsinga. Það er auglýsingar sem sýna á grátbroslegan hátt mannlegu þættina í umhverfi okkar og minna mann á að það eru litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Tónlistin undir er velgjulega væmin og í lokin kemur lógó risa-fyrirtækis ásamt hnyttnum frasa sem gefur til kynna að stórfyrirtækinu sé ekki sama um litla manninn og hugsi um fleira en að græða bara ógeðslega mikla peninga.
Gott dæmi um svona auglýsingu er kona sem gefur manni sínum pakka, hann opnar pakkann og tekur upp hawaii skirtu. Maðurinn er ýkt ánægður, kyssir konuna og hengir skirtuna síðan í fataskápinn sinn sem er fullur af hawaii skirtum. Síðan kemur línan "Vísa, nýr dagur -ný tækifæri" Fleiri álíka væmnar auglýsingar eru í þessari herferð (er það rétta orðið?) frá Visa. Ást er... auglýsingin frá einhverju tryggingafélaginu er í sama stíl sem og Takk auglýsingarnar frá happdrættinu sem ég man ekki hvað heitir (Takk fyrir að gefa okkur lengri tíma saman o.fl.).
Samantekt: Ég er komin með nóg af væmnu-auglýsinga tískunni. Það er kominn tími á nýtt þema. Og ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á auglýsingum!
Nú er mér mál...!
(5) Vá, náði einhver að lesa alla leið niður í atriði 5. Magnað.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
[meira væl]
"Ég nenni þessu ekki, ég vil fá þetta upp í hendurnar!"
Þessi orð Ernu lýsa vel hvað okkur finnst um iðnaðartölfræði. Af hverju þarf maður alltaf að gera allt sjálfur. Það eru allavega þrjú sigma sem eru skrifuð eins og tákna öll eitthvað mismunandi. Get ekki meir. Hvernig væri að ég fengi að sofa eitthvað einu sinni?
"Ég nenni þessu ekki, ég vil fá þetta upp í hendurnar!"
Þessi orð Ernu lýsa vel hvað okkur finnst um iðnaðartölfræði. Af hverju þarf maður alltaf að gera allt sjálfur. Það eru allavega þrjú sigma sem eru skrifuð eins og tákna öll eitthvað mismunandi. Get ekki meir. Hvernig væri að ég fengi að sofa eitthvað einu sinni?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)