föstudagur, nóvember 25, 2005

Ég var að læra á miðvikudagskvöldið, ég lærði og lærði og lærði. Ég sat í tölvuverinu í VR-II og skrifaði skýrslu. Þegar ég var að lesa yfir tók ég eftir því að ég hafði skrifað sömu setninguna aftur og aftur á víð og dreif um skýrluna, ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY. Mér varð bylt við. Um leið uppgvötaði ég að klukkan var þrjú um nótt og ég var ein eftir í byggingunni. Ég ákvað að drífa mig heim, fara að sofa, gleyma þessu. Öryggisvörðurinn hafði slökkt ljósið á ganginum, mér var ekki sama. Ég loggaði mig út úr tölvunni, fór út úr tölvustofunni, slökkti og lokaði á eftir mér. Þar sem ég stóð ein á dimmum ganginum fór um mig kaldur hrollur, ég þurfti að labba framhjá stofu 257. Ég gekk af stað þungum ákveðnum skrefum, ég mátti ekki láta óttann ná tökum á mér. Ég gekk framhjá fjölda dyra, taugarnar þandar, það eina sem ég heyrði var mitt eigið fótatak. Þegar ég nálgaðist stofu 257 sá ég daufa ljósrönd við þröskuldinn á þeirri stofu. Ég jók ósjálfrátt hraðann, ég vildi ekki vita hvað ég var hrædd við. Þegar ég var komin framhjá leit ég ekki við. Ég hraðaði mér inni í mína stofu greip bíllyklana og flýtti mér út. Þegar ég opnaði útihurðina blasti ekki við mér sú gangstétt sem ég bjóst við, heldur þéttvaxið limgerði. Í fjarska geltu hundar reiðilega, ég vissi að þetta voru endalokin.*

*Byggt á sönnum atburðum.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Öl var það heillin,

ókei, veit ég á ekki að vera að blogga þegar ég er uppi í skóla að gera tölvuvædda hönnun, það er klárlega ekki bestun á mínum tíma. Ef ég er að blogga hérna núna gæti ég alveg eins verið heima hjá mér að blogga þar. En ef ég væri heima hjá mér að blogga, þá gæti ég alveg eins sleppt því að blogga og horft á sjónvarpið fyrst ég er ekki að læra neitt hvort sem er (ef það kallast læra að horfa á tvo ventla færast fram og til baka aftur og aftur). Ef ég væri heima að horfa á sjónvarpið gæti ég alveg eins verið að gera eitthvað skemmtilegt, eins og fara í bíó eða kaffihús eða pool eða það sem mikilvægast er drukkið bjór. Semsagt, hver sekúnda sem ég eyði í að skrifa þetta blogg er sekúndu eytt af bjórdrykkjutíma lífs míns....

laugardagur, nóvember 19, 2005

Núna væri ég alveg til í að hafa eitthvað ótrúlega áhugavert að segja. Til dæmis segja frá einhverju sniðugu sem ég hef gert eða heyrt undanfarið, tala um bíómynd eða sjónvarpsþátt sem ég hef horft á nýlega eða gott lag. Blaðra um einhvern góðan mat eða drykk (bjór) eða vegsama bílinn minn. Jafnvel mundi ég alveg sætta mig við að segja frá einhverju sniðugu sem einhver annar hefur sagt mér eða finna upp eitthvað sniðugt til að segja. Meira að segja væri ég til í að tala um golfstrauminn.

EN

Ég hef hvorki gert neitt af þessum hlutum sem ég var að pæla í né get ég látið mér detta eitthvað klassískt efni í hug til að skrifa um.

SVO AÐ

Við skulum sjá hvað ég endist í margar línur í viðbót að tala um nákvæmlega ekki neitt..................................

ÓKEI ENGA LÍNU Í VIÐBÓT

Það eina sem mögulega kemur í hugann eru línur úr síðasta þrekvirki "...núvirði í því tilviki þegar fjármögnun er óþekkt..." en ég legg það ekki á fleiri en Lilju.

LÁTTU NÚ GOTT HEITA ÞURA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR LÍNUNA

Ég held að Ofur-Þura sé að taka yfir síðuna mína. Hún er nú þegar farin að grípa frammí fyrir mér.

HEI #!+?%
Ég ætla að sofa í nótt, það verður ótrúlega gott, ég hlakka til. Gleði gleði gleði / gleði líf mitt er

laugardagur, nóvember 12, 2005

Ég vissi ekki að þörungar borðuðu kúk!

Ég varði deginum í að dæma í hönnunarkeppni grunnskóla sem haldin var í Marel. Þetta heitir á útlensku First Lego League og gengur út á það að gera bíl úr legókubbum og mótorum sem getur leyst ákveðnar þrautir, ásamt því að gera rannsóknarverkefni. Ég var í hópnum sem dæmdi rannsóknarverkefnin í allan dag, fyrst hélt ég að það mundi verða einhæft en um leið og kynningarnar byrjuðu reyndist þetta vera mjög skemmtilegt.

Næsti laugardagur verður líka tileinkaður kynningum, nema þá verð ég hinu megin við borðið.

Tilgangurinn með þessum skrifum er farinn fyrir ofan garð og neðan. Hvernig er annars gott að vera milli garða?

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Fyrri póstur fjallaði á ljóðrænan hátt um andleg mótmæli á því að ég þurfi að reikna fyrir heilan dæmatíma og gera eitt og hálft heimadæmi í kvöld/nótt.
sdflkjsdfkjsdlfkj

föstudagur, nóvember 04, 2005

Gríska stafrófið er alfa, beta, gamma, poisson o.s.frv. ekki satt?