Það var drukkinn bjór í gærkvöldi og þar með markmiði helgarinnar náð. Ekki að þetta hafi verið mjög krefjandi verkefni. Mestu máli skipti að ég drakk bjór og það var gaman.
Ég byrjaði á því að kíkja í afmæli til Önnu sem er í rafmagns-og tölvuverkfræði (R&T), þar drakk ég bjór. Plataði síðan Svenna (R&T) að skutla mér niður í bæ þar sem ég hitti Elínu og Atla. Ég og Elín fórum á efri hæðina á Sirkus sem var tóm fyrir utan nokkra útlendinga og drukkum bjór, fljótlega kom fullt af fólki sem við þekktum (m.a. vinkonur mínar síðan úr 9. bekk Birna og Eva) og meiri bjór var drukkinn. Húrra fyrir bjór.
Bjór bjór bjór, ég er hrædd um að orðaforði minn sé af afar skornum skammti í kvöld. Í upphafi var orðið og orðið var bjór. Eitthvað svoleiðis.
sunnudagur, september 28, 2003
föstudagur, september 26, 2003
Ég þarf ekki að senda senda Vésteini Email, ég var svo heppin að rekast á hann fyrir utan Háskólabíó. Eftir stutt orðaskipti bað ég hann vinsamlegast um að mæta undirbúinn í næsta dæmatíma (mjög pent orðað), hann svaraði hvasst: "Ég var búinn að reikna dæmin, glærurnar týndust!!!!" og rauk í burtu. Þannig að ég bíð spennt eftir næsta dæmatíma og ætlast til að hann komist í gegnum hann villulaust. Auk þess þori ég ekkert að senda honum Email, hann er stór ógnvekjandi beljaki, með sterka rödd sem gæti drepið lítið lamb. Ég er semsagt áfram í baslinu.
Föstudagur er erfiðasti dagur vikunnar, ásamt þriðjudegi og fimmtudegi (reyndar koma mánudagur og miðvikudagur fast á eftir). Í dag sat ég og glósaði stanslaust í 5 og 1/2 klukkustund frá 8 til hálf 2, án þess að fá almennilega pásu eða hádegishlé. Það var ekki gaman.
Í dag á Steini afmæli, þegar ég pæli í því þá þekki ég rosa marga sem eiga afmæli þessa dagana. Ég heyrði skemmtilega kenningu um þetta í dag, að þetta væru öll jólabörnin, hljómar ekki svo galið.
Héðinn er búinn að fá vinnu!!!! :) Hann fékk vinnu í einu af eldhúsunum á Kárahnjúkum, það þýðir samt að hann verður hinu megin á landinu næstu 3 mánuðina :(. Hinsvegar fær hann fullt af pening sem hann getur lifað á þegar hann flytur til Reykjavíkur um áramótin og hann fær frítt flug til Reykjavíkur og til baka þegar hann á fríviku sem ég held að sé á 4 vikna fresti. Það gæti verið að ég hitti hann ekki næstu 3 og 1/2 vikuna og ég hef nú þegar ekki hitt hann í 3 vikur. Þetta er samt verra fyrir hann því það er svo brjálað að gera hjá mér að tíminn flýgur eins og honum sé borgað fyrir það en sniglast áfram hjá honum. Þ.a. þegar 3 1/2 vika er liðin í alvörunni þá eru bara 10 dagar liðnir í mínum heimi en 6 vikur í Héðins heimi. Albert Einstein sagði allavega að tími væri afstæður. Humm þá merkir hlýtur það að merkja að ég sé í geimfari sem ferðist á X sinnum ljóshraða og upplifi 2 vikur á meðan það líði 2 ár á Kárahnjúkum og eitthvað. Hve hratt ætli það geimfar fari?
Orðið á götunni segir að bjór skuli drukkinn í kvöld...
Föstudagur er erfiðasti dagur vikunnar, ásamt þriðjudegi og fimmtudegi (reyndar koma mánudagur og miðvikudagur fast á eftir). Í dag sat ég og glósaði stanslaust í 5 og 1/2 klukkustund frá 8 til hálf 2, án þess að fá almennilega pásu eða hádegishlé. Það var ekki gaman.
Í dag á Steini afmæli, þegar ég pæli í því þá þekki ég rosa marga sem eiga afmæli þessa dagana. Ég heyrði skemmtilega kenningu um þetta í dag, að þetta væru öll jólabörnin, hljómar ekki svo galið.
Héðinn er búinn að fá vinnu!!!! :) Hann fékk vinnu í einu af eldhúsunum á Kárahnjúkum, það þýðir samt að hann verður hinu megin á landinu næstu 3 mánuðina :(. Hinsvegar fær hann fullt af pening sem hann getur lifað á þegar hann flytur til Reykjavíkur um áramótin og hann fær frítt flug til Reykjavíkur og til baka þegar hann á fríviku sem ég held að sé á 4 vikna fresti. Það gæti verið að ég hitti hann ekki næstu 3 og 1/2 vikuna og ég hef nú þegar ekki hitt hann í 3 vikur. Þetta er samt verra fyrir hann því það er svo brjálað að gera hjá mér að tíminn flýgur eins og honum sé borgað fyrir það en sniglast áfram hjá honum. Þ.a. þegar 3 1/2 vika er liðin í alvörunni þá eru bara 10 dagar liðnir í mínum heimi en 6 vikur í Héðins heimi. Albert Einstein sagði allavega að tími væri afstæður. Humm þá merkir hlýtur það að merkja að ég sé í geimfari sem ferðist á X sinnum ljóshraða og upplifi 2 vikur á meðan það líði 2 ár á Kárahnjúkum og eitthvað. Hve hratt ætli það geimfar fari?
Orðið á götunni segir að bjór skuli drukkinn í kvöld...
þriðjudagur, september 23, 2003
Ég held ég sé heppnasta stúlka í heimi... Héðinn hringdi í mig síðla kvölds á sunnidaginn og tilkynnti að hann hefði eytt 9 klukkustundum af deginum á Magic-móti á Egilstöðum og unnið! Hann núna viðurkenndur bestur af öllum nördum á Austurlandi í mesta nördaspili í heimi, Magic. Sagan er ekki öll, að mótinu loknu (þ.e.a.s. þegar Héðinn hafði verið krýndur mesti nördinn) þá spilaði mótshaldarinn (sem kom frá Reykjavík) eitt spil við alla keppendurna og rústaði öllum nema...ó já, nema kærastanum mínum. Ég er svo stollt.
-------------------------------------------------------------------
Opið bréf til Dr. Vésteins Rúna Eiríkssonar:
Kæri Vésteinn,
Ég heiti Þuríður Helgadóttir og er nemandi í Véla-og iðnaðarverkfræði við HÍ. Síðasta vetur var ég hinsvegar Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem þú kenndir mér EÐL 303 og 403. Í vor tók ég prófið í 403 og gekk miður vel á því, reyndar hringdi ég grátandi í þig eftir prófið og grátbað þig um að fella mig til að ég gæti tekið prófið aftur því ég vildi ekki fá einkunnina 4 á stúdentdprófsskýrteinið mitt. Eins og þú manst kannski þá sagðiru mér að örvænta ekki, því menntaskólaeinkunnir skiptu litlu þegar maður væri kominn í æðra nám (háskólanám). Þú sagðir mér líka að herða upp hugann og gera betur næst.
Gettu hvað, núna er næst, ég er í háskóla og ég er að streða við að gera betur. Allt gengur ágætlega, so far fyrir utan eitt, dæmakennarinn minn í eðlisfræði mætir óundirbúinn, reiknar dæmi vitlaust og birtir nánast öll svör "með fyrirvara", sem er alveg hræðilegt.
Þessi dæmakennari ert þú! Hvernig á nemandi sem á í erfiðleikum með eðlisfræði að þola þessi vinnubrögð?
Þú gafst mér von og núna ertu að taka hana frá mér aftur.
Kv. ÞH
------------------------
Of dramatískt? Hvað finnst þér Elín, sendu mér línu ef þú lest þetta?
-------------------------------------------------------------------
Opið bréf til Dr. Vésteins Rúna Eiríkssonar:
Kæri Vésteinn,
Ég heiti Þuríður Helgadóttir og er nemandi í Véla-og iðnaðarverkfræði við HÍ. Síðasta vetur var ég hinsvegar Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem þú kenndir mér EÐL 303 og 403. Í vor tók ég prófið í 403 og gekk miður vel á því, reyndar hringdi ég grátandi í þig eftir prófið og grátbað þig um að fella mig til að ég gæti tekið prófið aftur því ég vildi ekki fá einkunnina 4 á stúdentdprófsskýrteinið mitt. Eins og þú manst kannski þá sagðiru mér að örvænta ekki, því menntaskólaeinkunnir skiptu litlu þegar maður væri kominn í æðra nám (háskólanám). Þú sagðir mér líka að herða upp hugann og gera betur næst.
Gettu hvað, núna er næst, ég er í háskóla og ég er að streða við að gera betur. Allt gengur ágætlega, so far fyrir utan eitt, dæmakennarinn minn í eðlisfræði mætir óundirbúinn, reiknar dæmi vitlaust og birtir nánast öll svör "með fyrirvara", sem er alveg hræðilegt.
Þessi dæmakennari ert þú! Hvernig á nemandi sem á í erfiðleikum með eðlisfræði að þola þessi vinnubrögð?
Þú gafst mér von og núna ertu að taka hana frá mér aftur.
Kv. ÞH
------------------------
Of dramatískt? Hvað finnst þér Elín, sendu mér línu ef þú lest þetta?
sunnudagur, september 21, 2003
Úff, sunnudagskvöld. Ég var að enda við að klára eðlisfræðiskýrslu, eða frekar svona vinnubók. Ég byrjaði klukkan 11 í morgun og núna 9 klukkutímum síðar er ég búin, ég er þreytt, eðlisfræði er erfið. Núna væri æðislegt að leggjast upp í sófa og horfa á heimskulega gamanþætti á SkjáEinum, en ég þarf að læra meira :(
Upphaflega planið fyrir helgina var að taka því rólega, læra báða dagana og vera voða dugleg. Það fór aldeilis ekki eftir, partý á Vesturgötunni á föstudagskvöldið. Mér fannst rosalega gaman, það er endalaust langt síðan ég hef farið í partý hjá þeim skötuhjúum, eða langt síðan þau hafa haldið partý I forget. Ég átti ennþá ógeðslega píkubjóra síðan um verslunarmannahelgina, ég píndi Svanhvíti til að drekka þá með mér. Við blönduðum vodka út í og þá skánaði bragðið til muna sem segir kannski eitthvað um hvað "Pico Strawberry" er ekki góður á bragðið.
Þegar maður er í verkfræði þá er nauðsynlegt að drekka mikið um helgar, reglan er sko þannig að maður á að læra mikið virka daga og drekka sig pissfullan um helgar. Sem reyndar er algjör nauðsyn til að halda geðheilsu í geðveikinni.
Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagnýjar sem er einmitt í háskólanum. Dagný er frá Vestmannaeyjum þar sem allar stelpurnar eru svo miklar gellur ég lít út eins og útgangsmaður við hliðina á þeim. Partýið samanstóð af úbergellum frá Eyjum, þær voru hver ein og einasta í stuttu pilsi, heví gellubol og mikið málaðar, ég þorði ekki að spurja hvort þær færu á stofu til að láta mála sig eða gerðu þetta sjálfar. Síðan voru nokkrir svona gæjar í stíl við gellurnar og verkfræðinemarnir komu síðan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Annars var bara ofsa fínt, var reyndar á bíl, en gaman.
Núna er það að duga eða drepast, línuleg algebra eða SkjárEinn, banani eða snickers. Ég þarf að skila Guðbjörtu heimadæmum á morgun, má ekki beila á því. Prumpu-Lína
Upphaflega planið fyrir helgina var að taka því rólega, læra báða dagana og vera voða dugleg. Það fór aldeilis ekki eftir, partý á Vesturgötunni á föstudagskvöldið. Mér fannst rosalega gaman, það er endalaust langt síðan ég hef farið í partý hjá þeim skötuhjúum, eða langt síðan þau hafa haldið partý I forget. Ég átti ennþá ógeðslega píkubjóra síðan um verslunarmannahelgina, ég píndi Svanhvíti til að drekka þá með mér. Við blönduðum vodka út í og þá skánaði bragðið til muna sem segir kannski eitthvað um hvað "Pico Strawberry" er ekki góður á bragðið.
Þegar maður er í verkfræði þá er nauðsynlegt að drekka mikið um helgar, reglan er sko þannig að maður á að læra mikið virka daga og drekka sig pissfullan um helgar. Sem reyndar er algjör nauðsyn til að halda geðheilsu í geðveikinni.
Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagnýjar sem er einmitt í háskólanum. Dagný er frá Vestmannaeyjum þar sem allar stelpurnar eru svo miklar gellur ég lít út eins og útgangsmaður við hliðina á þeim. Partýið samanstóð af úbergellum frá Eyjum, þær voru hver ein og einasta í stuttu pilsi, heví gellubol og mikið málaðar, ég þorði ekki að spurja hvort þær færu á stofu til að láta mála sig eða gerðu þetta sjálfar. Síðan voru nokkrir svona gæjar í stíl við gellurnar og verkfræðinemarnir komu síðan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Annars var bara ofsa fínt, var reyndar á bíl, en gaman.
Núna er það að duga eða drepast, línuleg algebra eða SkjárEinn, banani eða snickers. Ég þarf að skila Guðbjörtu heimadæmum á morgun, má ekki beila á því. Prumpu-Lína
laugardagur, september 13, 2003
Háskólalíf hljómar voða vel, hljómar eins og titill á væmnum/fyndnum/amerískum sjónvarpsþætti sem RÚV sýnir 24 þátta seríur af á þriðjudagskvöldum, þar sem stúdentar ganga um með eina stílabók í bakpokanum sínum, eyða deginum í að höstla á bókasafninu og borða fínt pasta í hádeginu.
Þetta er tálsýn, ég ber 10 kíló á bakinu á degi hverjum, borða þurrt brauð því að skammturinn af pasta kostar 450 krónur og er ekki inná fjárhagsáætlun, og á bókhlöðunni sést einu sinni ekki hvort strákar séu sætir eða ekki því þeir eru alltaf með nefið ofan í bókum. Auk þess er kalt á Íslandi að það er ekki hægt fyrir kuldaskræfur eins og mig að mæta bara á peysunni í skólann.
Svo eru það heimadæmin, sem:
(a) skila skal 4 sinnum í viku
(b) vera skulu erfiðari en svo að maður geti meira en 50% af þeim
(c) koma dag og nótt á netið, þannig að um leið og maður er búinn að skila eðlisfæðidæmunum í þessari viku eru eðlisfæðidæmin fyrir næstu viku komin á netið.
Fyrir utan skiladæmin eru ógrynni "venjulegra dæma", hundruðir blaðsíðna af lesefni sem þarf að vinna. Ég held að núna þegar 2 og 1/2 vika er liðin af skólanum sé búið að fara yfir meira efni en á 6 vikum í MH.
Niðurstaða:
Ég er að drukkna.
Velkomin í Háskóla Íslands!
Þetta er tálsýn, ég ber 10 kíló á bakinu á degi hverjum, borða þurrt brauð því að skammturinn af pasta kostar 450 krónur og er ekki inná fjárhagsáætlun, og á bókhlöðunni sést einu sinni ekki hvort strákar séu sætir eða ekki því þeir eru alltaf með nefið ofan í bókum. Auk þess er kalt á Íslandi að það er ekki hægt fyrir kuldaskræfur eins og mig að mæta bara á peysunni í skólann.
Svo eru það heimadæmin, sem:
(a) skila skal 4 sinnum í viku
(b) vera skulu erfiðari en svo að maður geti meira en 50% af þeim
(c) koma dag og nótt á netið, þannig að um leið og maður er búinn að skila eðlisfæðidæmunum í þessari viku eru eðlisfæðidæmin fyrir næstu viku komin á netið.
Fyrir utan skiladæmin eru ógrynni "venjulegra dæma", hundruðir blaðsíðna af lesefni sem þarf að vinna. Ég held að núna þegar 2 og 1/2 vika er liðin af skólanum sé búið að fara yfir meira efni en á 6 vikum í MH.
Niðurstaða:
Ég er að drukkna.
Velkomin í Háskóla Íslands!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)