Þegar ég bjó heima hjá mömmu og pabba var morgunmaturinn um helgar (og þegar ég þurfti ekki að mæta neitt) alltaf ótrúlega kósí. Ég ristaði mér 2 brauðsneiðar, raðaði osti jafnt á báðar og fékk mér kaffi. Þetta var borið fram í fallega desing bollastellinu hennar mömmu. Svo varði ég vanalega um 1.5 klst í að lesa vandlega Moggann og Fréttablaðið.
Hér á stúdentagarðinum mínum fæ ég mér hafragraut "eldaðan" í örbylgjuofni, neskaffi (með mjólk ef ég er heppinn) og sit svo fyrir framan tölvuna mína og les pdf útgáfur af Mogganum og Fréttablaðinu meðan ég slarfa kræsingunum í mig og reyni að sletta ekki útum allt (sérstaklega ekki á tölvuna).
Einhvern vegin næ ég ekki að skapa sömu kósíheit og heima...
miðvikudagur, júlí 30, 2008
mánudagur, júlí 28, 2008
No tan-o
[lesist við Stebbi stóð á ströndu]
Þura fór í garðinn
fór að wörka tan
tan var ekki wörkað þó að Þura lægi þar.
Þetta er ekki ehem alveg sami tungubrjótur og Stebbi, ég prufa aftur.
Þura þurfti þvottinn
þveginn þjósti inn
Þvottur ekki þornar nema veginn þrjóti þinn.
Humm nó gúd heldur, og meikar ekki sens og fjallar ekki um tan-skort. Dem.
Þura fór í garðinn
fór að wörka tan
tan var ekki wörkað þó að Þura lægi þar.
Þetta er ekki ehem alveg sami tungubrjótur og Stebbi, ég prufa aftur.
Þura þurfti þvottinn
þveginn þjósti inn
Þvottur ekki þornar nema veginn þrjóti þinn.
Humm nó gúd heldur, og meikar ekki sens og fjallar ekki um tan-skort. Dem.
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Slough
(1)
Eins og áður hefur komið fram þá er ég núna í sumar að gera verkefni fyrir fyrirtæki, sem er (vonandi) bæði gagnlegt fyrir fyrirtækið og valid verkefni í náminu mínu. Í dag fór ég í fyrsta sinn í fyrirtækið, fram að þessu hafa kontakt aðilarnir frekar kosið að koma "til London" til að hitta mig og rússnesku vélina sem er að vinna með mér. Nema í dag var nauðsynlegt fyrir okkur að fara til þeirra til að ræða vandamál með gögn. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það "sökk inn" að fyrirtækið er staðsett í Staines en ekki Slough.
Góð saga. Endir.
(2)
Heila sellur dagsins hafa klárast....................
Eins og áður hefur komið fram þá er ég núna í sumar að gera verkefni fyrir fyrirtæki, sem er (vonandi) bæði gagnlegt fyrir fyrirtækið og valid verkefni í náminu mínu. Í dag fór ég í fyrsta sinn í fyrirtækið, fram að þessu hafa kontakt aðilarnir frekar kosið að koma "til London" til að hitta mig og rússnesku vélina sem er að vinna með mér. Nema í dag var nauðsynlegt fyrir okkur að fara til þeirra til að ræða vandamál með gögn. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það "sökk inn" að fyrirtækið er staðsett í Staines en ekki Slough.
Góð saga. Endir.
(2)
Heila sellur dagsins hafa klárast....................
þriðjudagur, júlí 15, 2008
My own prison
The other side
Originally uploaded by Þura.
Í vetur birti ég mynd af herberginu mínu (á stúdentagarðinum þar sem ég er búin að búa síðan í september á síðasta ári). Hér er hinn helmingurinn af herberginu (þessi sem geymir minna af dóti).
Núna eru bara 2 mánuðir eftir af vistinni.
Dissertation hell
Allt í einu uppgötvaði ég hvað konseptið 'merkir' (er merkir rétt orð hér?).
Engin gögn ennþá! Fæ ég gögn? Ef já verða þau nothæf?
Er með nægar upplýsingar í 100 blaðsíðna bakgrunnsumfjöllun, hvað er relevant? Í 2 - 4 blaðsíðna bakgrunni?
Hversu heimskur gerir maður ráð fyrir að lesandinn sé?
Ef maður hefur fengið eina óljósa hugmynd frá mörgum mismunandi stöðum, hvernig vísar maður í heimildir?
etc etc etc.........
You spin me right round baby right round...! (Dansandi hvað-sem-er)
Engin gögn ennþá! Fæ ég gögn? Ef já verða þau nothæf?
Er með nægar upplýsingar í 100 blaðsíðna bakgrunnsumfjöllun, hvað er relevant? Í 2 - 4 blaðsíðna bakgrunni?
Hversu heimskur gerir maður ráð fyrir að lesandinn sé?
Ef maður hefur fengið eina óljósa hugmynd frá mörgum mismunandi stöðum, hvernig vísar maður í heimildir?
etc etc etc.........
You spin me right round baby right round...! (Dansandi hvað-sem-er)
fimmtudagur, júlí 10, 2008
mbl.is - fimmtudagur 10. júlí 2008
Hrútur: Þú ert með fulla skrifblokk af markmiðum, og ert að endurskoða þau, henda út og bæta við nokkrum nýjum og spennandi. Steingeit styður þig í þessu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)