Stundum þá bara verður maður að... blogga! Sérstaklega þegar maður er að missaða því maður er að fara í próf daginn eftir. Núna er ein af þessum stundum.
[innskot ritstjóra: þessi færsla er ekki um neitt]
Klukkan er hálf 1 á fimmtudagskvöldi og ég er ennþá vakandi að læra fyrir próf á morgun. Prófið er ekki fyrr en klukkan hálf 3 á morgun, sem þýðir að það er búið 5.40 pm, sem þýðir að eigi síðar en 6 pm á morgun verð ég á barnum að panta mér stóran ískaldan bjór af krana. Þetta gerist eftir 17 og hálfan klukkutíma.
Fyrst verð ég að klára að læra fyrir próf, fara að sofa, sofna, vakna, mæta í próf, taka próf og komast lifandi frá öllu saman. Stundum kemur upp í hugann í svona aðstæðum (eða stundum á svona stundum) Bubba textinn ,,jörðin hún snýst um sólina, alveg eins og ég" og ég verð rosa fegin að vita til þess að bæði jörðin og Bubbi snúast ennþá um sólina. Þá hlýtur heimurinn að vera að ganga sinn vana gang og föstu punktarnir (þ.e. sólin og flöskudagar) enn á sínum stað eins og síðustu skrilljón árin (plús mínus skrilljón ár afturábak og áfram).
Um 10 leytið í kvöld þá tók ljósið í herberginu mínu upp á því að blikka eins og diskóljós. Það er ekki gott fyrir einbeitinguna sem var ekki frábær til að byrja með. Ég ákvað að slökkva ljósið. Núna læri ég í myrkrinu með smá ljós frá skrifborðslampanum mínum. Það fylgja þessu samt ákveðnir kostir. Eða ókei einn kostur. Þegar ég tek mér pásu þá spila ég Valerie með Amy Winehouse á youtube, kveiki diskóljósið og dansa um herbergið mitt. Þetta er hin mesta skemmtun og hefur fjölgað pásum, sem er ekki sniðugt ef atriði númer 2 á to do listanum á að ske (þ.e. fara að sofa).
Í þessari prófatörn hef ég ekki gefið mér tíma til að þvo fötin mín þ.a. það er eins gott að seinna prófið (ehem 2 prófa prófatörn hefði ég aldrei kallað strembna í HÍ) er á morgun og þá hef ég enga afsökun til að þvo ekki garmana mína. Þessi brenglaða forgangsröðun (að nota lærupásur frear í að rölta út á Monmouth kaffihúsið og kaupa besta kaffi í heimi (a.m.k. London) í staðin fyrir að þvo) hefur gert það að verkum að öll fötin mín eru skítug. Þá meina ég ÖLL FÖTIN MÍN. Svona eins og ,,when I say woohoo I mean WOOHOO". Það sem er hreint er eftirfarandi:
1 svartur sparikjóll, 1 bleikur sparikjóll, svart pils, 1 sparibuxur og 1 bolur sem ég er búin að spara til að geta farið í honum í prófið á morgun. Já og vetrarkápurnar mínar. Ekki alveg bestu fötin þegar maður er inni að læra allan daginn. Arna trúði ekki að ég gæti klárað öll fötin mín svo hún kom og kíkti. Eftir það trúði hún.
Í kvöld tókum við Arna okkur lærupásu til að borða pizzu í kvöldmat (1.69 pund per pizza í Costcutter), drekka kók og horfa á Júróbandið í Júróvisjón. Við fórum niður í félagsherbergið í húsinu okkar rétt fyrir 8 með pizzurnar og kókið og spurðum ameríkanana sem voru að horfa á nýja flatskjársjónvarpið sem er er þar hvort við mættum horfa á Júróvisjón. Þau voru víst ekkert að horfa á sjónvarpið, heldur bara með kveikt á því til að hámarka utility á því held ég og fannst ekkert mál að við myndum skipta um stöð.
Núna eru puttarnir orðnir svo liðugir að ég gæti haldið endalaust áfram, eða a.m.k. að óþekktu upper limiti sem er ekki í augsýn. Önnur og minna hvetjandi verkefni bíða mín víst. Back to work people. Eða "Back" "to" "work" kannski frekar.
Yfir og útumallt
föstudagur, maí 23, 2008
laugardagur, maí 17, 2008
þriðjudagur, maí 13, 2008
Ég sem hélt að ég væri urban fox...
Ég var að rölta heim úr strætó núna í kvöld, rétt fyrir miðnætti, þegar ég rak upp stór augu. Ég sá ekki betur en að á móti mér rölti refur. Hann var stór miðað við refi sem ég hef séð heima svo að fyrst datt mér í hug að þetta væri eigandalaus hundur. En hann vakti nægilega mikla athygli til að ég skoðaði betur. Aðsvífandi kom hjólreiðamaður, hann tók líka eftir refnum (sem var við gangstéttarbrún), stoppaði og steig af hjólinu. Svo fór hann að segja ‘hello foxy’ (við refinn sko, ekki mig) með syngjandi rödd og reyna að fanga athygli rebba. Eftir smá stund kom bíll og refurinn fældist og hvarf inn í næsta húsasund. Ég hélt ég væri klikk (og hafi verið að ímynda mér refinn) svo ég spurði hjólreiðamanninn hvort þetta hafi í alvörunni verið refur. Hann svaraði:
Yes, an urban fox!
Svo hjólaði hann út í myrkrið...
Yes, an urban fox!
Svo hjólaði hann út í myrkrið...
mánudagur, maí 05, 2008
Últra mega súper maaaaaaaad brownie
Ég fór á markaðinn heima á laugardaginn fyrir rúmri viku. Sá þar stóran stafla af girnilegum brownies. Staflinn var merktur 'Ultra chocolate brownies'. Ég slefaði, ég stoppaði, ég pantaði:
'One ultra mega chocolate brownie please...!'
Brownie var sett í poka og ég var spurð:
'Do you have a brownie card?'
Ég svaraði með aðra augabrún beyglaða upp í loft:
'A brownie what ???'
Kemur þá ekki í ljós að maður getur fengið kort sem maður safnar stimplum á, og þegar maður er búinn að fylla kortið fær maður fría brownie. Stundum er lífið bara of gott. Núna er ég stoltur handhafandi brownie-korts sem ég passa jafn vel og bankakortið mitt. Fyrir neðan sést kortið og stimplarnir sem ég hef safnað mér todate. Myndin er dáldið óskýr því ég er ennþá rangeyg af of miklu álagi og litlum svefni. En það stendur allt til bóta á næstu dögum því núna er prófatímabil að ganga í garð.
yfir og .... !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)