föstudagur, mars 28, 2008

Eins og páskar, nema hraðari

Nokkrar túristamyndir af páskum í Rvk.

Ég að horfa á myndavélina, Atli að horfa á óþekkt loftfar:
Sáum þetta ljóta tóma hús:


Gaman að koma niður á tjörn í skítakulda og næstum-rigningu:
Ég tók óvart vitlausan strætó einu sinni og lenti því fyrir utan MH í staðin fyrir heima hjá mér, ákvað að taka þessa mynd for the records:

Elín elti fyrir mig rosa góðan tælenskan kjúkling:

Esjan pósaði svo fyrir mig:Ég og pabbi fórum á Gljúfrastein og skoðuðum okkur um, rosa gaman:Ég var rosa hrifin af öllum fjöllunum með snjónum:Allt hitt sem ég gerði en tók ekki mynd af var líka rosa gaman. Til hamingju Ísland!

Yfir og út

sunnudagur, mars 16, 2008

Lægð milli storma

Síðustu 2 vikur hafa verið dáldið kreisí. Endalaust að klára hópverkefni með útlendingum, sumir eru erfiðari en aðrir. Kom heim í gær (heim á klakann), þreytt.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Grikkir

Í prógramminu með mér eru allnokkrir Grikkir. Sumir þeirra eru alveg skemmtilegir, aðrir eru frekar skondnir. Það fyndna er að grísku strákarnir líta allir eins út, í byrjun átti ég í miklum erfiðleikum með að þekkja þá í sundur. Eftir smá tíma uppgötvaði ég hvernig væri gott að þekkja þá í sundur. Það vill svo heppilega til að einn Grikkinn lítur út alveg eins og grísk stytta, og allir hinir eru eins og örlítið afskræmdar útgáfur af honum. Það er eins og styttu-Grikkinn hafi verið steyptur úr móti en síðan hafi mótið beyglast aðeins áður en kom að því að steypa næsta, og svo alltaf beyglast meira eftir því sem fleiri voru búnir til. Til dæmis er einn langur og mjór, annar með aðeins fínlegri andlitsdrætti o.s.frv.

Til að rökstyðja mál mitt er hér mynd af styttu-Grikkjanum (t.v.) við hliðiná styttu (ókei brjóstmynd).

(mynd stolið af facebook)

sunnudagur, mars 09, 2008

Þorrablót Íslendingafélagsins í London 1. mars 2008

--fráhrindandi frásögn--

Á laugardagskvöldið var árlegt þorrablót Íslendingafélagsins í London. Við, Arna og BB (Björn og Bjarni) mættum, og líka Ben amerískur vinur okkar Örnu (sem vill meina að hann sé skandinavískari en ég). Það vildi svo skemmtilega til að á laugardaginn átti íslenskur bjór afmæli, ég fagnaði með því að skella einum gylltum víking í mig meðan ég málaði mig. Sá var góður, enda segir máltækið “Það kemur maður í manns stað, en hver kemur í stað víkings?”

Blótið var frekar uppskrúfað og stíft.

Hápunktur skipulagðar dagskrár var klárlega þegar Alda tróð upp. Hún tók tvö lög, ekki sín eigin reyndar.

Ég stóðst ekki freistinguna að fá mynd af mér með Kolbanum. Held það sé óþarfi að ræða það eitthvað frekar.
Aðalfjörið byrjaði ekki fyrr en í eftirpartýinu. Við Arna vorum eitthvað ósáttar við að fara að sofa klukkan 5 um morguninn, svo við slepptum því bara. Við náðum okkur í bjór og fórum í common-herbergið í húsinu okkar. Þar var snakk, við borðuðum snakkið. Stuttu seinna vorum við búnar að ná í tvær tölvur, ipod, meiri bjór, klink í nammisjálfsalann og eyddum næstu klukkustundum að syngja eins hátt og við gátum af mikilli innlifun með stórgóðum íslenskum lögum. Afgan hans Bubba var sirka þriðja hvert lag sem við tókum. Inn á milli ræddum við ýmis mikilvæg málefni af jafnmikilli innlifun og við sungum. Klukkan 8 um morguninn, fengum við gest. Ben, sem hafði komið með á blótið en farið miklu fyrr heim, var vaknaður og kominn til að nota kaffisjálfsalann. Hann var byrjaður að læra. Við tókum hann í smá kennslustund í íslenskri tónlist, sungum til dæmis lagið ‘Bjorn, and other less matured men’ með ‘New Danish’ fyrir hann. Hann hristi bara hausinn og hló að okkur. Seinna um morguninn kom skúringafólk að þrífa common-herbergið. Skúringafólkið, spænskumælandi par á sextugs aldri, glotti við meðan það ryksugaði í kringum okkur og henti tómum bjórdósum. Ég gleymi að segja frá ópalinu, sem við ákváðum að ná í um 8 leytið, ópal er gott. Við fengum meiri félagsskap, það kom niður strákur að læra, honum sagðist vera alveg sama þó við værum að spila háværa tónlist og dansa, sem við gerðum til klukkan 10.

Conclusion: lélegt blót bætt um með góðu eftirpartýi.