fimmtudagur, júlí 26, 2007

Útilega, lá ég úti

Um síðustu helgi fór ég í aðra útilegu sumarsins. Aðra í meiningunni númer tvö en ekki hina.

Við Svanhvít keyrðum af stað á laugardaginn, án þess að vera búnar að ákveða hvert við ætluðum. Ég átti að taka með kveikjara, tómata og kál. Þar af gleymdi ég kveikjara, tómötum og káli.

Við enduðum á Greifanum Akureyri, hvar annars staðar. Á leiðinni lærðum við að maður á að ræða alvarleg málefni meðan maður borðar rófur, ekki skemmtiefni.

Um kvöldið fórum við á tónleika með einni heitustu jazz hljómsveit Ástralíu, Snap Happy. Það var gaman, ég var alveg snap happy. Líka í eftirpartýinu.

Svo gerðum við fullt meira, löbbuðum til dæmis upp að skiltinu þar sem göngustígurinn byrjar.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Illa farið með góð hnífapör

Minnisbókin mín var að klárast. Að því tilefni fletti ég henni um daginn. Á einum stað hafði ég skrifað:

Hvernig fer maður illa með góð hnífapör?

Ég velti þessu aðeins fyrir mér, eins og ég man ég gerði þegar ég skrifaði þetta upphaflega, en ég komst ekki að neinni niðurstöðu.

Fer maður illa með góð hnífapör með því að borða vondan mat með þeim? Eða nota þau vitlaust? Borða subbulega? Sleikja hnífinn? Nota þau í eitthvað annað en að borða?

Einhvern vegin er spurningunni ekki fullsvarað. Vona að ég missi ekki mikið meiri svefn útaf þessu. Kannski var ekkert voða sniðugt að skrifa niður þessa spurningu til að byrja með. Þá væri ég líklega búin að gleyma henni núna og gæti eytt meiri tíma í að hafa áhyggur af mikilvægari spurningum. Eins og til dæmis þessari:

Hvað verður um línurnar sem maður strokar út í AutoCAD?

Minni á að BT-leikurinn er laus til afnota hverjum vill leika. Og nú: án endurgjalds. Sjá línur 4 til 8 hér.

miðvikudagur, júlí 11, 2007