Maður sagði við mig um daginn á bar, eða við bakið á mér (á bar):
Þú ert eins og api á mannlega sviðinu.
Hvernig í andsk****** er api á mannlega sviðinu?
Með þessum orðum skottast ég til Danmerkur. Orðunum að ofan. En ég tek þau ekki með til Danmerkur. Reyndar flýg ég til Danmerkur en skottast ekki. Orðin verða semsagt eftir hér, meðan ég fer til Danmerkur, með flugi.
þriðjudagur, júní 26, 2007
mánudagur, júní 25, 2007
Andvaka
Ég vaknaði um 4 leytið í nótt, gat ekki sofið. Greip bókina sem ég var að lesa. Hún lá á náttborðinu.
Mér varð mjög brugðið þegar það rann upp fyrir mér að bókin var á þýsku.
Ég tala ekki þýsku, les ekki þýsku, hef aldrei gert.
Mér datt helst í hug að ég hefði færst til í tíma og rúmi og hefði nú vaknað í Berlín 1989. Þá leit ég á næstu blaðsíðu, hún var á íslensku.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í Reykjavík, en ég vissi ekki hvernig ég ætti að athuga hvaða ár væri. Ég ákvað að bíða með það og náði að sofna.
Þegar ég mætti í vinnuna í morgun kíkti ég á mbl.is og sá að árið er ennþá 2007, alveg eins og í gær.
Hjúkk
Mér varð mjög brugðið þegar það rann upp fyrir mér að bókin var á þýsku.
Ég tala ekki þýsku, les ekki þýsku, hef aldrei gert.
Mér datt helst í hug að ég hefði færst til í tíma og rúmi og hefði nú vaknað í Berlín 1989. Þá leit ég á næstu blaðsíðu, hún var á íslensku.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í Reykjavík, en ég vissi ekki hvernig ég ætti að athuga hvaða ár væri. Ég ákvað að bíða með það og náði að sofna.
Þegar ég mætti í vinnuna í morgun kíkti ég á mbl.is og sá að árið er ennþá 2007, alveg eins og í gær.
Hjúkk
föstudagur, júní 22, 2007
þriðjudagur, júní 19, 2007
New York-New York
New York-New York
Originally uploaded by Þura.
Las Vegas fyrir 1 ári síðan: 50 trylltir verkfræðinemar í útskriftarferð.
Við gistum nokkrar nætur á Plaza hótelinu, það er downtown. Næst pant ég gista á New York-New York hótelinu. Það er á strippinu. Pant samt ekki spila 21 þar sem lágmark má leggja undir þúsund dollara í einu.
laugardagur, júní 09, 2007
sunnudagur, júní 03, 2007
Ekki bara kaffi
Ég fór á kaffihús um daginn. Ég mætti á undan vinkonu minni svo að ég pantaði mér kaffi latte og settist niður með tímarit.
Stuttu seinna kom afgreiðslustelpan með kaffið til mín. Í froðunni var súkkulaði-hjarta.
Þú færð með hjarta.
Sagði stelpan.
Ég sagði takk og drakk latte með hjarta.
Stuttu seinna kom afgreiðslustelpan með kaffið til mín. Í froðunni var súkkulaði-hjarta.
Þú færð með hjarta.
Sagði stelpan.
Ég sagði takk og drakk latte með hjarta.
laugardagur, júní 02, 2007
Reykingabann á börum og skemmtistöðum
Jei, fílaða, löngu tímabært!
Þarf aldrei aftur að vakna daginn eftir barferð og kúgast vegna reykingastybbu af mínu eigin hári.
Þarf aldrei aftur að vakna daginn eftir barferð og kúgast vegna reykingastybbu af mínu eigin hári.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)