föstudagur, október 28, 2005

Orð dagsins er piston, en skilgreiningin á því er mechanical device that has a plunging or thrusting motion. Dæmi um notkun er t.d. have an piston weekend. Góða helgi.

mánudagur, október 24, 2005

Orð dagsins eru tvö:

valve = Any of various devices that regulate the flow of gases, liquids, or loose materials through piping or through apertures by opening, closing, or obstructing ports or passageways.

throttle = A valve that regulates the flow of a fluid, such as the valve in an internal-combustion engine that controls the amount of vaporized fuel entering the cylinders.

throttle valve = a valve that regulates the supply of fuel to the engine

(tekið af http://www.answers.com)

Það gætu verið til þeir sem segja: gefur orðasamsetningin orð dagsins ekki til kynna nýtt orð á hverjum degi? Við þessa segi ég: sumir dagar eiga ekki orð.

föstudagur, október 21, 2005

A short course in Advanced Strength of Materials

Gefin er súla. Súla tekur aðeins áslægt álag. Súla annað hvort kiknar eða efnið í henni gefst upp þegar álag er sett á hana. Venjulega eru súlur studdar um veikan ás svo þær þoli meira álag.

Súlan er ég. Ég var studd um veikan ás. Álagið varð samt of mikið þannig að ég kiknaði.

Í gær klukkan fjögur sá ég ekki fram á að geta klárað neitt af því sem ég þurfti að klára fyrir daginn í dag, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrst. Ég fór heim, lagðist undir sæng og sofnaði. Svaf vært í 3 tíma, þegar ég vaknaði voru vandamálin reyndar ekki búin að leysa sig sjálf en ég var sterkari, þoldi meira álag.

Næst kemur líkingin "Ef ég væri Elba Rado"

miðvikudagur, október 19, 2005

straum, skýrsla, sjálfvirk, hönnun, lokaverkefni, dæmatími, reikna, láta hlægja að sér, skrópa, sofa, ekki sofa, enginn bjór, próf, geta ekki, geta... drukkna.

Reyndar hef ég einar góðar fréttir:

Próftafla improved edition:

12. des
15. des
19. des
20. des

Always look on the bright side of life, dudum dudum dudududududum...

sunnudagur, október 16, 2005

conviviality = fond of good company and eating and drinking = Þura

föstudagur, október 14, 2005

Tilkynning til allra nær og fjær:

ÉG ER

Þessi setning og sú staðreynd að ég er að blogga ætti að vera nóg fyrir flesta.

Þið hin fáið sykur næst.

þriðjudagur, október 11, 2005

Versta próftafla í heimi?

15. des
19. des
20. des
21. des

Ef einhver er með verri próftöflu þá má hann segja mér það og þar með láta mér líða betur.
Stefni að því að breyta próftöflunni úr vondri í góða á næstunni.

laugardagur, október 08, 2005

Hvar er, hvar er, hvar er, hvar er bjórinn minn, Hvar er bjórinn minn, Hvar er bjórinn minn, Hvar er, hvar er, hvar er, hvar er bjórinn minn, HVAR ER BJÓRINN MINN!?!

Var sungið aftur og aftur og aftur, skilaboðin voru kristaltær.
(Í gær var haustferð Vélarinnar)

Ég er farin að hafa áhyggjur af orðspori mínu. Klukkan 11 í gærmorgun þegar fyrsti bjór var opnaður sagði Gunni "Þetta er nú reyndar bjór númer 2 hjá Þuru!" sem var ekki satt, ég byrjaði ekki á undan hinum, en það trúðu því samt allir. Skömm að þessu.

miðvikudagur, október 05, 2005

Vill einhver gjöra svo vel að segja tímanum að líða aðeins hægar! Þetta gengur einfaldlega ekki svona.

Í dag sá ég stóran hund.

Ég vona að ég sjái líka stóran hund á morgun...

Ég sá engan stóran hund í gær, en þá sá ég lítinn hund, sem er svona sirka 1/4 stór hundur.

Þannig að ef ég sé stóran hund á morgun og einn lítinn hund á dag næstu þrjá daga á eftir þá jafngildir það því að sjá stóran hund þrjá daga í röð... og það getur ekki verið annað en gott!

sunnudagur, október 02, 2005

5 staðreyndir um mig:

5. Þegar ég verð stór ætla ég að minnsta kosti að gera eitt af eftirtöldu (vonandi allt):
(a) Fara út í geiminn
(b) Eignast verk eftir Picasso
(c) Hitta Billy Corgan
(d) Skjóta ísbjörn

*For the record þá bjó ég þennan lista ekki til fyrir þetta blogg, hann byrjaði að semja sig sjálfur ca. ‘97
*Það má færa rök fyrir því að ég framkvæmi atriði (a) reglulega.

4. Eftirlætisdýrin mín eru köngulær og býflugur, ég er voða lítið fyrir hunda og ketti o.s.frv nema e.t.v. á póstkortum. Kötturinn hennar Ernu er samt ágætur.

3. Ég get sofið með augun hálf-opin.

2. Ég er fylgjandi hvalveiðum, því hvað eru hvalir annað en ofvaxnar beljur sjávarins? Ég borða nautakjöt... og málið er dautt.

1. Ég trúi á fyrri líf (og seinni líf). Ég held að við höfum öll (eða flest) fæðst áður, einhvers staðar annars staðar og það er einhver tilgangur með veru okkar á þessari jörð. Þessa skoðun mína ætla ég ekki að rökstyðja frekar að svo stöddu.

Ég klukka Elínu, Brynju, Rakel, Sveinbjörn og Önnu Rúnu gefið að þau hafi ekki verið klukkuð áður og gefið að þau lesi þetta.
one and one and one is three...

svona er ég góð í stærðfræði :)