fimmtudagur, júlí 22, 2004


Þetta er Anna, hún er 10 ára og býr í litlum bæ í Danmörku. Posted by Hello

Og þetta er Mikki, hann er haukur (það er ránfugl) Posted by Hello

Anna gefur Mikka dauðan kjúkkling að borða. Posted by Hello

Hérna klappar Anna honum. Posted by Hello

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Reykjavík, mánudagur 20. júlí kl. 11.50 að staðartíma
 
Ég hef snúið aftur. Eftir þriggja vikna taumlausa gleði, í kúl umhverfi og svo hallærislegu umhverfi, er ég komin heim og verð meira að segja að vinna á morgun. Ég er viss um að í vinnunni á morgun mun mér líða eins og ég hafi aldrei farið *hrollur*. En það var gaman, mjög gaman! :)
 
[ferðalagið í hnotskurn]
Vika 1
Fyrsti viðkomustaður var Roskilde festival, þar var drulla, blautt, kalt, rokk og fullt af vegan fólki => ógeðslega gaman. Þegar nokkrir dagar voru liðnir af hátíðinni fór fólk að segja við mig "Þura, ég bjóst eiginlega ekki við að þú myndir koma með, hélt þú myndir ekki meika sturtuleysið, illa lyktandi útikamrana og sofa í tjaldi í viku." Ég kom með og meikaði það mjög vel, djammaði líka ógeðslega mikið. Þetta var svo mikið rokk! Að vakna á hádegi þunnur/eiginlega þunnur á hverjum degi í viku og lækna þynnkuna með því að byrja að drekka bjór klukkan 3 um daginn, það hefur ákveðinn sjarma.
 
Vika 2
Daginn eftir Roskilde fór ég til Noregs, land hallærisleikans á dans festival í Grimstad á vegum kom og dans í Noregi. Áfallið sem ég varð fyrir við komuna til Noregs var svakalegt. Að koma beint frá Hróarskeldu, sem ég mundi segja að væri kúl atburður, og til Noregs, mekka hallærisleikans, var of mikið fyrir mig. Mig langaði að stinga af. Fyrsta ballið sem ég fór á var svona aðeins fínna ball og ó mæ god, þær konur sem ekki voru í swingpilsum eða skærlitu voru í rósóttu. Það voru margir karlar í gulum buxum. Tveim dögum seinna kom Þórunn frá Danmörku og þá varð allt gott, annars hefði ég bara dáið.
 
Vika 3
Síðustu vikuna af ferðalaginu mínu var ég í swing camp í heimavistarskóla í sveit í Noregi (er ekki eins slæmt og það hljómar).  Mig langaði reyndar ekki að fara þangað þegar á hólminn var komið, var farin að plana að stinga af og fara til Oslo. En ég var búin að borga fyrir gistinguna og dagskrána þannig að ég lét slag standa. Fyrstu tvo dagana var ég svo þreytt að ég svaf eiginlega bara, á miðvikudeginum versnaði ástandið því að ég veiktist frekar illa. Fékk slæman hósta og var illt í eyrum og hálsi og gat lítið dansað. Kannski vegna þess að ég gat lítið dansað þá langaði mig meira að dansa og allt varð voða gaman aftur.
 
Coming up: Lengri útgáfan af ferðasögunni með öllum (næstum) dirty díteilunum, you can´t miss it (eins og ég gerði þegar ég mætti á Hróa í rigningu, þá fann ég ekki tjaldið)
 
Flugferðin heim í gærkvöldi var hræðileg, ég var veik og hóstaði allan tíman. Sextuga parið við hliðiná mér nýtti tímann getting wasted og konan röflaði í kallinum alla leiðina. Held við höfum verið háværasta sætaröðin, ég heyrði það ekki því ég var með svo mikla hellu. Þegar flugvélin fór að lækka flugið magnaðist hellan þvílíkt og varð svo sársaukafull að ég bara sat og grét. Fulla parið vorkenndi mér svo mikið að þau gáfu mér litla koníaksflösku sem búið var að taka sopa úr. Ég þakkaði fyrir mig og tæmdi flöskuna.